Viðskipti innlent

Lee Bucheit teflt gegn gjaldeyrishöftum

Heimir Már Pétursson skrifar
Lee Bucheit mun stýra verkefninu en hann starfar hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton lögmannsstofu.
Lee Bucheit mun stýra verkefninu en hann starfar hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton lögmannsstofu.
Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur, að höfðu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta, samið við lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjafafyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna með íslenskum stjórnvöldum að losun fjármagnshafta.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að Lee Bucheit, sem fór fyrir síðustu samninganefnd Íslands í Icesavedeilunni, muni stýra verkefninu en hann starfar hjá Cleary Gottlieb Steen & Hamilton lögmannsstofu. Þá muni Anne Krueger prófessor í hagfræði við John Hopkins háskóla og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins veita íslenskum stjórnvöldum ráðgjöf, einkum semr snýr að þjóðhagslegum skilyrðum við losun hafta og veitingu undanþága. Jafnframt muni fjárfestingabankinn JP Morgan liðsinna stjórnvöldum vegna lánshæfismats Íslands. Ráðning þessara erlendu ráðgjafa sé liður í vinnu stjórnvalda við að létta fjármagnshöftum af íslensku efnahagslífi en það sé eitt mikilvægasta verkefni ríkisstjórnarinnar.

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ráðið fjóra sérfræðinga til að vinna að losun hafta með fyrrgreindum ráðgjöfum í umboði stýrinefndar. Þeir eru Benedikt Gíslason, ráðgjafi fjármála- og efnahagsráðherra í haftamálum, Eiríkur Svavarsson, hrl., Freyr Hermannsson, forstöðumaður fjárstýringar Seðlabanka Íslands og Glenn Kim sem jafnframt leiðir verkefnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×