Viðskipti innlent

Lars Christensen hættir hjá Danske Bank

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Christensen ætlar að takast á við ný hlutverk.
Lars Christensen ætlar að takast á við ný hlutverk. vísir/gva
Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank, er hættur störfum hjá bankanum. Í færslu á facebook segir hann að hann hafi ákveðið að hefja rekstur eigin ráðgjafafyrirtækis.

„Þessi ákvörðun hefur átt sér þó nokkurn aðdraganda. Ég hef átt dásamlegan tíma hjá bankanum og bankinn verður alltaf „bankinn minn“. Allir sem þekkja mig vita hvað ég samsama mig mikið við bankann, en það er líka tilefni til þess að halda áfram að lifa,“ segir Lars Christensen.

Lars vakti mikla athygli hér á landi árið 2006 þegar hann birti greiningu um íslenskt efnahagslíf. Samkvæmt heimildum Vísis mun ráðgjafafyrirtæki hans meðal annars starfa á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×