Landsliðskona í knattspyrnu: „Þetta fólk í stjórninni þarf að hugsa sinn gang“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 19:07 Dagný Brynjarsdóttir í eldlínunni með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“ Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í knattspyrnu, segir ákvörðun mótsstjórnar Orkumótsins í Vestmannaeyjum, að meina stelpu sem spilaði með strákaliði Gróttu á mótinu að vera fulltrúi félagsins í landsleiknum, fáránlega. Dagný þekkir það vel að spila með strákum og er ein nokkurra landsliðskvenna sem spilaði með strákunum í yngri flokkum til að fá samkeppni við hæfi. „Ég held að þetta fólk í stjórn þurfi eitthvað að fara að hugsa sinn gang,“ segir Dagný. Mótstjórn Orkumótsins segir mótið fyrir stráka en ekki stelpur. TM-mótið sé fyrir stelpur og telur Gróttu hafa höndlað málið illa. „Ég hef einu sinni keppt á Pæjumótinu í Eyjum og það var þegar ég var þrettán ára, fyrsta stelpumótið sem ég tók þátt í,“ rifjar Dagný upp. Dagný er frá Hellu og keppti með liði Knattspyrnufélagi Rangæinga á mótinu. „Fyrir verðlaunaafhendinguna tilkynnti þjálfarinn minn mér að ég hefði verið kosin besti leikmaður mótsins. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni fékk leikmaður ÍBV verðlaunin. Stjórnin komst að þeirri niðurstöðu að ÍBV sem sigurlið Pæjumótsins ætti að eiga besta leikmann mótsins.“Athygli vakti í fyrra þegar í ljós kom að verðlaunin á Orkumótinu voru mun veglegri en á TM-mótinu. Eyjamenn ætluðu hins vegar að laga það fyrir árið í ár. Hrósar þjálfara Gróttu Dagný er þeirrar skoðunar að hvort sem þú ert stelpa eða strákur, frá litlu eða stóru félagi, þá eigi einstaklingur að fá þau verðlaun sem hann eða hún eigi skilið. „Þjálfari Gróttu veit betur en allir hvað þessi einstaklingur getur og þó hún sé stelpa getur hún verið besti leikmaður flokksins.“ segir Dagný og hrósar félaginu á Seltjarnarnesi. „Mér finnst Grótta geggjaðir að leyfa efnilegum stelpum að æfa með strákum og mér finnst að önnur félög mættu gera meira af þessu.“Enginn líkamlegur munur„Þegar þú ert tólf ára og yngri er enginn munur á kynjunum líkamlega. Ég trúi ekki að þetta sé að ske árið 2016,“ segir Dagný. „Ég spilaði einungis með strákum þar til ég varð þréttán ára og var alltaf í A-liðinu hjá þeim fyrir utan einstaka skipti þegar ég var á yngra ári og með mínum vinum í B-liðinu, en þá var ég fyrirliði.“ Dagný segir að önnur lið og klúbbar megi taka Gróttu til fyrirmyndar og leyfa efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðum því bæði strákaliðin og stelpurnar sjálfar hagnist af þessu. „KFR er mjög lítill klúbbur en það hefur skilað átta stelpum í Pepsi deildina sem eru fæddar 1984-1996, sjö þeirra hafa spilað fyrir yngri landsliðin og þrjár þeirra fyrir A-landsliðið en við eigum allar það sameiginlegt að hafa æft og spilað með strákum.“
Tengdar fréttir Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53 Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Þjálfari Gróttu fékk þær skýringar frá mótanefnd að Orkumótið væri strákamót og landsleikurinn ekki fyrir stelpur. 26. júní 2016 15:53
Mótsstjórn Orkumótsins: „Við erum með annað mót fyrir stelpur“ "Þær hafa í raun og veru aldrei verið þátttakendur í mótinu,“ segir Björgvin Eyjólfsson. 26. júní 2016 18:30