Viðskipti innlent

Landsbréf hagnast um 75 milljónir króna

Haraldur Guðmundsson skrifar
Landsbréf eru í eigu Landsbankans.
Landsbréf eru í eigu Landsbankans. Vísir/GVA
Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins Landsbréfa, sem er í eigu Landsbankans, á fyrri hluta ársins nam 75 milljónum króna og jókst um 22 milljónir frá fyrri árshelmingi 2013.

Landsbréf birti í gær árshlutareikning sinn þar sem kemur fram að hreinar rekstrartekjur námu 493 milljónum króna miðað við 434 milljónir á fyrri árshelmingi 2013. Eigið fé Landsbréfa var jákvætt um 1.719 milljónir króna við lok tímabilsins og eiginfjárhlutfallið var 59,46 prósent.

„Segja má að nokkuð erfiðar aðstæður hafi einkennt bæði íslenskan skuldabréfa- og hlutabréfamarkað á fyrri helmingi ársins og ávöxtun bæði skuldabréfa og hlutabréfa var almennt lakari en undanfarin ár. Þetta endurspeglast að talsverðu leyti í ávöxtun þeirra sjóða sem fjárfesta á þessum mörkuðum,“ segir í tilkynningu Landsbréfa um uppgjörið.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þar að rekstur Landsbréfa hafi gengið vel það sem af er ári og sjóðir þess skilað góðum árangri miðað við erfiðar markaðsaðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×