Landbúnaðarstyrkir jukust og eru meðal þeirra mestu í heimi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2013 19:25 Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira