Lífið

Lætur bolurinn sjá sig? Tuttugu fyrstu fá ársbirgðir af kleinuhringjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmargir vörðu nóttinni fyrir utan Dunkin Donuts á Laugavegi daginn fyrir opnun. Þá fengu fimmtíu fyrstu gjafabréf upp á 312 kleinuhringi en nú verða það tuttugu fyrstu.
Fjölmargir vörðu nóttinni fyrir utan Dunkin Donuts á Laugavegi daginn fyrir opnun. Þá fengu fimmtíu fyrstu gjafabréf upp á 312 kleinuhringi en nú verða það tuttugu fyrstu. vísir/pjetur
Dunkin' Donuts opnar á morgun sinn annan stað á Íslandi og er vettvangurinn verslunarmiðstöðin Kringlan í Reykjavík. Fyrsti staðurinn opnaði neðarlega á Laugaveginum í ágúst og er óhætt að segja að nokkurs konar kleinuhringjaæði hafi gripið um sig meðal Íslendinga. Röð var fyrir utan staðinn í marga daga eftir að hann opnaði.

Líkt og þegar staðurinn var opnaður á Laugaveginum í ágúst ætla rekstraraðilar Dunkin' Donuts á Íslandi að gera vel við þá viðskiptavini sem mæta fyrstir í röðina. Þá duttu reyndar fimmtíu fyrstu í lukkupottinn en nú fá tuttugu fyrstu óvæntan glaðning sem ku vera ársbirgðir af kleinuhringjum. Ársbirgðirnar eru box af sex kleinuhringjum einu sinni í viku í eitt ár, alls 312 kleinuhringir.

Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin' Donuts í haust stóð til að opna staðinn í Kringlunni í október. Það hefur aðeins dregist en opnar nú klukkan 10 í fyrramálið. Staðurinn verður á 1. hæð og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns.

Stefnt er að því að opna alls sextán Dunkin' Donuts staði á Íslandi á næstu fimm árum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×