Læknir skorar á borgina að láta af „tilraun á börnunum“ í dekkjakurlinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2016 19:26 Grunsemdir eru um að dekkjakurl sem notað er sem uppfyllingarefni á gervisgrasvöllum geti valdið eitlakrabbameini og hvítblæði. Há tíðni eitlakrabbameins hjá börnum sem hafa spilað í marki í fótbolta hefur vakið athygli. Kurlið er notað á 21 spark- og gervigrasvöll í Reykjavík. Við sögðum ykkur í gær frá Fjólu Sigurðardóttur 21 árs knattspyrnukona í Fram sem telur að bein orsakatengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirrar staðreyndar að hún hefur undanfarin 5 ár spilað á gervigrasvelli í Safamýri sem þakinn er með dekkjakurli. En dekkjakurlið veldur ekki bara ertingu í öndunarveginum. Í hverju kílói af dekkjakurlinu sem notað er á spark- og gervisgrasvöllum í Reykjavík eru 13-55 milligrömm af þrávirka efninu PAH, sem getur valdið krabbameini. Leyfilegt hámark í leikföngum, svo dæmi sé tekið, er 0,5 milligrömm.Iðkendur njóti vafans Þórarinn Guðnason lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum segir að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. „Í Bandaríkjunum er grunur um aukna tíðni eitlakrabbameins og hvítblæðis hjá iðkendum. Þetta er ekki sannað en það hefur vakið athygli að óvenjumargir krakkar, sérstaklega þeir sem hafa spilað í marki, hafa greinst með eitlakrabbamein þar. Þetta þarf að skoða betur og ég veit að Bandaríkjamenn ætla að gera það. Hins vegar er vandamálið við sönnunarbyrðina í þessu að það tekur langan tíma að sanna með óyggjandi vísindalegum hætti að það séu orsakatengsl á milli efna í umhverfinu og sjúkdóma. Góð dæmi um þetta eru asbest og reykingar sem tók mörg ár að sanna að yllu krabbameini en enginn efast um í dag,“ segir Þórarinn. Meirihluti borgarstjórnar hefur ekki sýnt málinu mikinn áhuga. Hinn 1. desember var tillaga um sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervisgrasvöllum felld í borgarráði með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 11. febrúar sl. samþykkti borgarráð loks endurnýjun gervisgrasvallar Víkings og jafnframt er gert ráð fyrir að vellir KR og Fylkis verði endurnýjaðir á næsta ári. Þetta eru 3 vellir af 21. „Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og reyna að fá fjármagn í þetta. Það er engin ástæða til þess að halda áfram að gera þessa tilraun á börnunum okkar,“ segir Þórarinn Guðnason. Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Grunsemdir eru um að dekkjakurl sem notað er sem uppfyllingarefni á gervisgrasvöllum geti valdið eitlakrabbameini og hvítblæði. Há tíðni eitlakrabbameins hjá börnum sem hafa spilað í marki í fótbolta hefur vakið athygli. Kurlið er notað á 21 spark- og gervigrasvöll í Reykjavík. Við sögðum ykkur í gær frá Fjólu Sigurðardóttur 21 árs knattspyrnukona í Fram sem telur að bein orsakatengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirrar staðreyndar að hún hefur undanfarin 5 ár spilað á gervigrasvelli í Safamýri sem þakinn er með dekkjakurli. En dekkjakurlið veldur ekki bara ertingu í öndunarveginum. Í hverju kílói af dekkjakurlinu sem notað er á spark- og gervisgrasvöllum í Reykjavík eru 13-55 milligrömm af þrávirka efninu PAH, sem getur valdið krabbameini. Leyfilegt hámark í leikföngum, svo dæmi sé tekið, er 0,5 milligrömm.Iðkendur njóti vafans Þórarinn Guðnason lyflæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum segir að lykilatriðið í þessari umræðu sé að skaðleysi dekkjakurlsins hafi ekki verið sannað. Iðkendur verði að njóta vafans. „Í Bandaríkjunum er grunur um aukna tíðni eitlakrabbameins og hvítblæðis hjá iðkendum. Þetta er ekki sannað en það hefur vakið athygli að óvenjumargir krakkar, sérstaklega þeir sem hafa spilað í marki, hafa greinst með eitlakrabbamein þar. Þetta þarf að skoða betur og ég veit að Bandaríkjamenn ætla að gera það. Hins vegar er vandamálið við sönnunarbyrðina í þessu að það tekur langan tíma að sanna með óyggjandi vísindalegum hætti að það séu orsakatengsl á milli efna í umhverfinu og sjúkdóma. Góð dæmi um þetta eru asbest og reykingar sem tók mörg ár að sanna að yllu krabbameini en enginn efast um í dag,“ segir Þórarinn. Meirihluti borgarstjórnar hefur ekki sýnt málinu mikinn áhuga. Hinn 1. desember var tillaga um sérstaka fjárveitingu til endurbóta á gervisgrasvöllum felld í borgarráði með atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. 11. febrúar sl. samþykkti borgarráð loks endurnýjun gervisgrasvallar Víkings og jafnframt er gert ráð fyrir að vellir KR og Fylkis verði endurnýjaðir á næsta ári. Þetta eru 3 vellir af 21. „Ég hvet Reykjavíkurborg að taka strax á þessum málum og reyna að fá fjármagn í þetta. Það er engin ástæða til þess að halda áfram að gera þessa tilraun á börnunum okkar,“ segir Þórarinn Guðnason.
Tengdar fréttir Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37 Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00 Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00 Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30 Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Foreldrar ósáttir við að dekkjakurl verði ekki alfarið fjarlægt í ár Vísbendingar eru um að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni. 12. febrúar 2016 12:37
Ung knattspyrnukona rekur öndunarfærasjúkdóm til dekkjakurls Ung knattspyrnukona í Fram telur að bein tengsl séu á milli öndunarfærasjúkdóms sem hún glímir við og þeirri staðreynd að hún hefur spilað undanfarin 5 ár á velli sem þakinn er heilsuspillandi dekkjakurli. Hér áður fyrr var hún alltaf með sterk og heilbrigð lungu. 3. mars 2016 19:00
Endurnýjun kurlvallanna er ekki forgangsmál Samkvæmt nýrri áætlun meirihluta borgarstjórnar er endurnýjun gervigrasvalla þar sem notað er dekkjakurl ekki forgangsmál. 18. febrúar 2016 07:00
Telur að gervigras tengist krabbameini sonar síns Breskur faðir vill að ítarlegar rannsóknir verði framkvæmdar á gervigrasvöllum og þeim gúmmíefnum sem eru notuð á þeim. 16. febrúar 2016 14:30
Vilja að Heilbrigðiseftirlitið rannsaki dekkjakurl á gervigrasvöllum Samtök sem berjast fyrir hættulausu gúmmíkurli vilja að notkun Reykjavíkurborgar á dekkjakurli verði rannsökuð. 18. febrúar 2016 20:10