Læknar sviptir leyfi til að ávísa fíknilyfjum Sveinn Arnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir ströngu eftirliti Landlæknisembættisins. Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Allir læknar sem ávísa ávanabindandi lyfjum eru nú undir smásjá Landlæknisembættisins. Læknar hafa á árinu misst leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum eftir að upp komst um of miklar ávísanir þeirra á ADHD-lyfjum. Þetta staðfestir Ólafur B. Einarsson, sem starfar við eftirlit Landlæknisembættisins með ávísunum lækna. „Ég get ekki gefið upp fjöldann en við höfum þurft að grípa til þess ráðs á árinu að taka af læknum leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Allir læknar eru nú undir stöðugu eftirliti okkar og vandlega er gætt að læknar ávísi ekki ADHD-lyfjum að óþörfu,“ segir Ólafur. Hann bendir einnig á að búið sé að koma í veg fyrir svokallað „læknaráp“ með því að gera kerfið gegnsærra. „Við höfum hins vegar gagnrýnt lyfjagreiðslunefnd fyrir það að hafa hvata fyrir því að taka stóra skammta í einu af ávanabindandi lyfjum. Einnig með svefnlyfið Immovan sem gefið hefur verið út fyrir börn, 30 stykkja pakki af þeim töflum er ódýrari en 10 stykkja pakki. Þetta höfum við gagnrýnt og sent lyfjagreiðslunefnd bréf þess efnis.“Ólafur B. EinarssonSama má segja með Ritalin. Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði af 90 stykkja pakkningum en ekki pakkningum sem innihalda 30 stykki. Þessu þarf að breyta að mati Landlæknisembættisins. Fréttablaðið sagði frá því í gær að um þremur milljónum dagskammta af ADHD-lyfjum var ávísað á síðasta ári og að hluti þeirra fari á svartan markað. Þröstur Emilsson, formaður ADHD-samtakanna, gagnrýnir Sjúkratryggingar fyrir að spyrða saman ADHD-sjúklinga og alvarlega veika fíkla. „Það er ekki sæmandi fyrir Sjúkratryggingar að blanda saman misnotkun fíkla og notkun einstaklinga sem fengið hafa ADHD-greiningar samkvæmt klínískum viðmiðum landlæknis. Fíklar eru dauðveikir einstaklingar sem fá alltof fá úrræði og það er skömm okkar að koma þeim ekki til aðstoðar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Þrjár milljónir ADHD skammta seldir í fyrra Notkun Ritalins og Concerta jókst mikið á tíu árum. SÁÁ merkir fjölgun fíkla er leita í efnin. Íslendingar líklegast heimsmeistarar í notkun efnanna. Kostnaður SÍ nam nærri 600 milljónum króna í fyrra. Hluti lyfjanna fer á svartan mar 24. nóvember 2016 07:00