Erlent

Kynlaus lax til varnar laxeldi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Kynlaux lax mun ekki geta blandast villtum laxi ef hann sleppur.
Kynlaux lax mun ekki geta blandast villtum laxi ef hann sleppur. vísir/eyþór
Norska líftækniráðið mun taka ákvörðun um hvort leyfa eigi aðferð sem gerir lax kynlausan og hvort merkja eigi þá laxinn sem erfðabreyttan.

Bergens Tidende hefur það eftir vísindamanni við norsku hafrannsóknastofnunina að kynlausi laxinn muni ekki geta blandast villta laxinum ef hann sleppur.

Í fyrra sluppu 185 þúsund laxar og regnbogasilungar frá norskum eldisstöðvum. Bent hefur verið á að eldislaxinn geti smitað villtan lax af sjúkdómum og leitt til erfðabreytinga hjá villtum laxi við æxlun. Það geti erfðabreytti laxinn ekki.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum

Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum.

Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur

Allur regnbogasilungur sem hér er alinn í sjókvíum kemur frá sömu seiðaeldisstöðinni í Danmörku. Því er ekki hægt að rekja slysasleppingar til einstakra eldisfyrirtækja miðað við þá þekkingu sem fyrir liggur um eldið.

Eigendur veiðirétta vilja banna eldið

Eldisfiskur finnst í ám víða á Vestfjörðum. Óvíst hvenær fiskurinn slapp. Formaður Landssambands veiðifélaga vill banna eldi í opnum kerum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×