Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt mein Guðni R. Jónasson skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Eitt sinn þegar ég var á ráðstefnu í Lissabon datt ég í spjall við ungan mann frá Þýskalandi. Við áttum ánægjulegar samræður um heima og geyma eins og oft vill gerast á svona mannamótum. Hvað við ræddum er að mestu farið úr minninu og ekki man ég heldur hvað hann hét, en eitt var það þó sem ég gleymi ekki og hefur orðið til að móta mína samfélagsvitund. Í umræðu um möguleikann á stríði á meginlandi Evrópu í framtíðinni sagði hann: „Þýsk ungmenni verða að vera meðvituð um söguna og þá glæpi sem þau sem þjóð bera ábyrgð á“. Mér fannst þetta full djúpt í árinni tekið gagnvart þýskum ungmennum, sum hver fjórða eða fimmta kynslóð eftir seinna stríð - áttu þau að bera glæpi fortíðarinnar á bakinu líkt og þeirra væru glæpirnir? Ég gat ekki látið þetta kjurrt liggja og bað ég hann því að skýra þetta nánar. Eftir að við höfðum brotist í gegnum tungumálamúrinn fékk ég skilið það sem hann átti við, sem er að öllum Þjóðverjum bæri skylda til þess að sjá til að svona voðaverk ættu sér ekki stað aftur. Blind sektarkennd skilaði engu en að horfast í augu við söguna, fara ekki í feluleik með það sem gerðist væri samfélagslega skylda, hvers og eins. Það væri líka nauðsynlegt að tala um hlutina, deila og fræða. Mér hefur oft orðið þessi afstaða hans að umhugsunarefni og er það einnig nú þegar ég hugleiði 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Ég ákvað að taka sömu afstöðu og þessi ungi maður, þ.e. þó ég beri sem einstaklingur ekki ábyrgð á kynbundnu ofbeldi sem fólk hefur orðið fyrir, þá álít ég að mér beri að beita mér fyrir því að slíkt lýðist ekki áfram. Ekki er það vegna þess að ég ætla mér hlutverk frelsarans heldur eigum við öll að bera sameiginlega ábyrgð á herðum okkar, kynbundið ofbeldi er samfélagslegt mein sem við getum einfaldlega ekki yppt öxlum yfir. Það hefur áhrif á allt okkar líf, um það bil ein af hverjum fimm konum á Íslandi hefur orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og því kemst þú ekki hjá því að þekkja manneskju sem brotið hefur verið á. Því skora ég á alla karlmenn sem láta sig málin varða að taka afstöðu gegn ofbeldi, sýna kjark til að tala opinskátt um þessa hluti við feður, syni, bræður og félaga sína. Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að umræðan í netheimum getur oft orðið ljót og leitast sumir við að stilla stöðunni upp í konur gegn karlmönnum. Ég neita að taka þátt í þess háttar umræðu. Það er þörf á karlmönnum til að leggja baráttunni lið með því að taka þátt í þeirri umræðu á vitrænan hátt. Hér á landi eru einnig þónokkur félagasamtök sem vinna að jafnrétti þar sem karlmönnum er mjög vel tekið. Sýnum að okkur stendur ekki á sama, breytum umræðunni og gerum samfélagið örlítið betra. Eins og afi Halldór sagði alltaf: „Það er bjart framundan.“ Höfundur er ráðskona í Femínistafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ljósberarnir okkar Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. 25. nóvember 2013 09:50 Ég geri kröfu um að stjórna því hver aðstoðar mig í nærbuxurnar Áður en ég fékk notendastýrða persónulega aðstoð stjórnaði ég því ekki hver kom inn á heimilið mitt til þess að aðstoða mig. Ég stjórnaði því ekki hver aðstoðaði mig úr nærbuxunum, við að þvo á mér hárið, að fara í fötin né að fara á salernið. Margar af þeim manneskjum sem aðstoðuðu mig gerðu það alveg ágætlega en þegar svo var ekki hafði ég ekkert um það að segja. 25. nóvember 2013 14:18 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Eitt sinn þegar ég var á ráðstefnu í Lissabon datt ég í spjall við ungan mann frá Þýskalandi. Við áttum ánægjulegar samræður um heima og geyma eins og oft vill gerast á svona mannamótum. Hvað við ræddum er að mestu farið úr minninu og ekki man ég heldur hvað hann hét, en eitt var það þó sem ég gleymi ekki og hefur orðið til að móta mína samfélagsvitund. Í umræðu um möguleikann á stríði á meginlandi Evrópu í framtíðinni sagði hann: „Þýsk ungmenni verða að vera meðvituð um söguna og þá glæpi sem þau sem þjóð bera ábyrgð á“. Mér fannst þetta full djúpt í árinni tekið gagnvart þýskum ungmennum, sum hver fjórða eða fimmta kynslóð eftir seinna stríð - áttu þau að bera glæpi fortíðarinnar á bakinu líkt og þeirra væru glæpirnir? Ég gat ekki látið þetta kjurrt liggja og bað ég hann því að skýra þetta nánar. Eftir að við höfðum brotist í gegnum tungumálamúrinn fékk ég skilið það sem hann átti við, sem er að öllum Þjóðverjum bæri skylda til þess að sjá til að svona voðaverk ættu sér ekki stað aftur. Blind sektarkennd skilaði engu en að horfast í augu við söguna, fara ekki í feluleik með það sem gerðist væri samfélagslega skylda, hvers og eins. Það væri líka nauðsynlegt að tala um hlutina, deila og fræða. Mér hefur oft orðið þessi afstaða hans að umhugsunarefni og er það einnig nú þegar ég hugleiði 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Ég ákvað að taka sömu afstöðu og þessi ungi maður, þ.e. þó ég beri sem einstaklingur ekki ábyrgð á kynbundnu ofbeldi sem fólk hefur orðið fyrir, þá álít ég að mér beri að beita mér fyrir því að slíkt lýðist ekki áfram. Ekki er það vegna þess að ég ætla mér hlutverk frelsarans heldur eigum við öll að bera sameiginlega ábyrgð á herðum okkar, kynbundið ofbeldi er samfélagslegt mein sem við getum einfaldlega ekki yppt öxlum yfir. Það hefur áhrif á allt okkar líf, um það bil ein af hverjum fimm konum á Íslandi hefur orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og því kemst þú ekki hjá því að þekkja manneskju sem brotið hefur verið á. Því skora ég á alla karlmenn sem láta sig málin varða að taka afstöðu gegn ofbeldi, sýna kjark til að tala opinskátt um þessa hluti við feður, syni, bræður og félaga sína. Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að umræðan í netheimum getur oft orðið ljót og leitast sumir við að stilla stöðunni upp í konur gegn karlmönnum. Ég neita að taka þátt í þess háttar umræðu. Það er þörf á karlmönnum til að leggja baráttunni lið með því að taka þátt í þeirri umræðu á vitrænan hátt. Hér á landi eru einnig þónokkur félagasamtök sem vinna að jafnrétti þar sem karlmönnum er mjög vel tekið. Sýnum að okkur stendur ekki á sama, breytum umræðunni og gerum samfélagið örlítið betra. Eins og afi Halldór sagði alltaf: „Það er bjart framundan.“ Höfundur er ráðskona í Femínistafélagi Íslands.
Ljósberarnir okkar Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. 25. nóvember 2013 09:50
Ég geri kröfu um að stjórna því hver aðstoðar mig í nærbuxurnar Áður en ég fékk notendastýrða persónulega aðstoð stjórnaði ég því ekki hver kom inn á heimilið mitt til þess að aðstoða mig. Ég stjórnaði því ekki hver aðstoðaði mig úr nærbuxunum, við að þvo á mér hárið, að fara í fötin né að fara á salernið. Margar af þeim manneskjum sem aðstoðuðu mig gerðu það alveg ágætlega en þegar svo var ekki hafði ég ekkert um það að segja. 25. nóvember 2013 14:18
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun