Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt mein Guðni R. Jónasson skrifar 26. nóvember 2013 00:00 Eitt sinn þegar ég var á ráðstefnu í Lissabon datt ég í spjall við ungan mann frá Þýskalandi. Við áttum ánægjulegar samræður um heima og geyma eins og oft vill gerast á svona mannamótum. Hvað við ræddum er að mestu farið úr minninu og ekki man ég heldur hvað hann hét, en eitt var það þó sem ég gleymi ekki og hefur orðið til að móta mína samfélagsvitund. Í umræðu um möguleikann á stríði á meginlandi Evrópu í framtíðinni sagði hann: „Þýsk ungmenni verða að vera meðvituð um söguna og þá glæpi sem þau sem þjóð bera ábyrgð á“. Mér fannst þetta full djúpt í árinni tekið gagnvart þýskum ungmennum, sum hver fjórða eða fimmta kynslóð eftir seinna stríð - áttu þau að bera glæpi fortíðarinnar á bakinu líkt og þeirra væru glæpirnir? Ég gat ekki látið þetta kjurrt liggja og bað ég hann því að skýra þetta nánar. Eftir að við höfðum brotist í gegnum tungumálamúrinn fékk ég skilið það sem hann átti við, sem er að öllum Þjóðverjum bæri skylda til þess að sjá til að svona voðaverk ættu sér ekki stað aftur. Blind sektarkennd skilaði engu en að horfast í augu við söguna, fara ekki í feluleik með það sem gerðist væri samfélagslega skylda, hvers og eins. Það væri líka nauðsynlegt að tala um hlutina, deila og fræða. Mér hefur oft orðið þessi afstaða hans að umhugsunarefni og er það einnig nú þegar ég hugleiði 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Ég ákvað að taka sömu afstöðu og þessi ungi maður, þ.e. þó ég beri sem einstaklingur ekki ábyrgð á kynbundnu ofbeldi sem fólk hefur orðið fyrir, þá álít ég að mér beri að beita mér fyrir því að slíkt lýðist ekki áfram. Ekki er það vegna þess að ég ætla mér hlutverk frelsarans heldur eigum við öll að bera sameiginlega ábyrgð á herðum okkar, kynbundið ofbeldi er samfélagslegt mein sem við getum einfaldlega ekki yppt öxlum yfir. Það hefur áhrif á allt okkar líf, um það bil ein af hverjum fimm konum á Íslandi hefur orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og því kemst þú ekki hjá því að þekkja manneskju sem brotið hefur verið á. Því skora ég á alla karlmenn sem láta sig málin varða að taka afstöðu gegn ofbeldi, sýna kjark til að tala opinskátt um þessa hluti við feður, syni, bræður og félaga sína. Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að umræðan í netheimum getur oft orðið ljót og leitast sumir við að stilla stöðunni upp í konur gegn karlmönnum. Ég neita að taka þátt í þess háttar umræðu. Það er þörf á karlmönnum til að leggja baráttunni lið með því að taka þátt í þeirri umræðu á vitrænan hátt. Hér á landi eru einnig þónokkur félagasamtök sem vinna að jafnrétti þar sem karlmönnum er mjög vel tekið. Sýnum að okkur stendur ekki á sama, breytum umræðunni og gerum samfélagið örlítið betra. Eins og afi Halldór sagði alltaf: „Það er bjart framundan.“ Höfundur er ráðskona í Femínistafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ljósberarnir okkar Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. 25. nóvember 2013 09:50 Ég geri kröfu um að stjórna því hver aðstoðar mig í nærbuxurnar Áður en ég fékk notendastýrða persónulega aðstoð stjórnaði ég því ekki hver kom inn á heimilið mitt til þess að aðstoða mig. Ég stjórnaði því ekki hver aðstoðaði mig úr nærbuxunum, við að þvo á mér hárið, að fara í fötin né að fara á salernið. Margar af þeim manneskjum sem aðstoðuðu mig gerðu það alveg ágætlega en þegar svo var ekki hafði ég ekkert um það að segja. 25. nóvember 2013 14:18 Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Eitt sinn þegar ég var á ráðstefnu í Lissabon datt ég í spjall við ungan mann frá Þýskalandi. Við áttum ánægjulegar samræður um heima og geyma eins og oft vill gerast á svona mannamótum. Hvað við ræddum er að mestu farið úr minninu og ekki man ég heldur hvað hann hét, en eitt var það þó sem ég gleymi ekki og hefur orðið til að móta mína samfélagsvitund. Í umræðu um möguleikann á stríði á meginlandi Evrópu í framtíðinni sagði hann: „Þýsk ungmenni verða að vera meðvituð um söguna og þá glæpi sem þau sem þjóð bera ábyrgð á“. Mér fannst þetta full djúpt í árinni tekið gagnvart þýskum ungmennum, sum hver fjórða eða fimmta kynslóð eftir seinna stríð - áttu þau að bera glæpi fortíðarinnar á bakinu líkt og þeirra væru glæpirnir? Ég gat ekki látið þetta kjurrt liggja og bað ég hann því að skýra þetta nánar. Eftir að við höfðum brotist í gegnum tungumálamúrinn fékk ég skilið það sem hann átti við, sem er að öllum Þjóðverjum bæri skylda til þess að sjá til að svona voðaverk ættu sér ekki stað aftur. Blind sektarkennd skilaði engu en að horfast í augu við söguna, fara ekki í feluleik með það sem gerðist væri samfélagslega skylda, hvers og eins. Það væri líka nauðsynlegt að tala um hlutina, deila og fræða. Mér hefur oft orðið þessi afstaða hans að umhugsunarefni og er það einnig nú þegar ég hugleiði 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi. Ég ákvað að taka sömu afstöðu og þessi ungi maður, þ.e. þó ég beri sem einstaklingur ekki ábyrgð á kynbundnu ofbeldi sem fólk hefur orðið fyrir, þá álít ég að mér beri að beita mér fyrir því að slíkt lýðist ekki áfram. Ekki er það vegna þess að ég ætla mér hlutverk frelsarans heldur eigum við öll að bera sameiginlega ábyrgð á herðum okkar, kynbundið ofbeldi er samfélagslegt mein sem við getum einfaldlega ekki yppt öxlum yfir. Það hefur áhrif á allt okkar líf, um það bil ein af hverjum fimm konum á Íslandi hefur orðið fyrir kynbundnu ofbeldi og því kemst þú ekki hjá því að þekkja manneskju sem brotið hefur verið á. Því skora ég á alla karlmenn sem láta sig málin varða að taka afstöðu gegn ofbeldi, sýna kjark til að tala opinskátt um þessa hluti við feður, syni, bræður og félaga sína. Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að umræðan í netheimum getur oft orðið ljót og leitast sumir við að stilla stöðunni upp í konur gegn karlmönnum. Ég neita að taka þátt í þess háttar umræðu. Það er þörf á karlmönnum til að leggja baráttunni lið með því að taka þátt í þeirri umræðu á vitrænan hátt. Hér á landi eru einnig þónokkur félagasamtök sem vinna að jafnrétti þar sem karlmönnum er mjög vel tekið. Sýnum að okkur stendur ekki á sama, breytum umræðunni og gerum samfélagið örlítið betra. Eins og afi Halldór sagði alltaf: „Það er bjart framundan.“ Höfundur er ráðskona í Femínistafélagi Íslands.
Ljósberarnir okkar Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess. 25. nóvember 2013 09:50
Ég geri kröfu um að stjórna því hver aðstoðar mig í nærbuxurnar Áður en ég fékk notendastýrða persónulega aðstoð stjórnaði ég því ekki hver kom inn á heimilið mitt til þess að aðstoða mig. Ég stjórnaði því ekki hver aðstoðaði mig úr nærbuxunum, við að þvo á mér hárið, að fara í fötin né að fara á salernið. Margar af þeim manneskjum sem aðstoðuðu mig gerðu það alveg ágætlega en þegar svo var ekki hafði ég ekkert um það að segja. 25. nóvember 2013 14:18
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar