Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stjórnvöld gefa út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Istanbul þar sem hún fylgist með ástandinu.
Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Istanbul þar sem hún fylgist með ástandinu. Vísir/Facebook
Una Sighvatsdóttir fréttamaður er stödd í Istanbul í Tyrklandi þar sem hún fylgist með ástandinu þar í landi sem hefur verið afar eldfimt undanfarna daga. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað í embættismannakerfi landsins þar sem 50 þúsund hafa ýmist verið reknir, vikið úr starfi, beðnir um að segja af sér að bíða réttarhalda vegna valdaránstilraunarinnar sem misheppnaðist fyrir rúmri viku.

Stjórnvöld gáfu í dag út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum. Áður hafði nokkrum fjölmiðlum í Tyrklandi verið lokað vegna gruns um tengsl við valdaránstilraunina en fram til þess höfðu hinar pólitísku hreinsanir ekki bitnað á einstaka nafngreindum blaðamönnum.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðir Una við Özgur Korkmaz, fréttastjóra Hürriyet Daily News, sem er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar og á nóttu valdaránsins réðust vopnaðir hermenn til inngöngu. Nánar í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild

Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi.

Lið Erdogans fer hamförum

Um fimmtíu þúsund manns hafa verið handteknir eða reknir úr starfi í Tyrklandi. Fræðimönnum er bannað að yfirgefa landið. Lokað fyrir Facebook eftir að Wikileaks birti tölvupósta frá flokki Erdogans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×