FÍSTUDAGUR 24. MARS NŢJAST 13:37

Sigur­ur SŠberg Ý framkvŠmdastjˇrn Advania

VIđSKIPTI

Kvikmyndaskˇlinn bř­ur 700 milljˇnir Ý bŠjarskrifstofur Kˇpavogs

 
Innlent
21:00 19. FEBR┌AR 2016
┴rmann Kr. Ëlafsson bŠjarstjˇri.
┴rmann Kr. Ëlafsson bŠjarstjˇri. V═SIR/ARNŮËR/ANTON

Kvikmyndaskóli Íslands hefur lagt fram 700 milljón króna tilboð í bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar sem eru til húsa í Fannborg 2, 4 og 6. Kauptilboðið var lagt fram í bæjarráði Kópavogs í gær og verður tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag.

Kvikmyndaskólinn sér fyrir sér að þurfa að byggja við austurhlið Fannborgar 2 „af hóflegri stærð fyrir upptökuaðstöðu“. Í bréfi Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns stjórnar Kvikmyndaskóla Íslands, til Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra segir að hugmyndir Kvikmyndaskólans með flutningi í Fannborgina sé að breyta Fannborg 4 og 6 í litlar stúdentaíbúðir, en Fannborg 2 yrði skólinn sjálfur. „Þannig verður til „campus“ með miklu mannlífi sem sækir sér þjónustu á veitinga- og kaffihús í nágrenninu,“ segir í bréfinu.

Spennandi innlegg
Til stendur að flytja bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar úr Fannborginni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um staðsetningu. Bæjarstarfsmenn hafa að undanförnu kvartað undan slæmu ástandi bæjarskrifstofanna.

Ármann Kr. Ólafsson segir sveitarstjórn hafa verið að skoða húsnæðismál bæjarins að undanförnu og að tilboðið sé mjög spennandi innlegg í þá umræðu.

„Við höfum skilgreint þetta svæði í kringum bæjarskrifstofurnar sem menningartorfu. Þetta passar því mjög vel inn í þá flóru sem er þar fyrir og svo er MK þarna í næsta nágrenni. Þetta myndi þá líka stuðla að því að tengja saman menninguna og skólana í bænum,“ segir Ármann.

Gæti lífgað upp á Hamraborgina
Í bréfi Böðvars Bjarka segir að aðgerðin myndi styrkja uppbyggingu Kópavogs sem skólabæjar. „Hér er mjög áhrifamikil og frumleg hugmynd á ferð sem mun efla mannlíf í bænum, styðja við þjónustu og menningarstarfsemi bæjarins. En það er tímapressa því skólinn hefði viljað byrja starfsemi í nýjum húsakynnum næsta haust.“

Ármann tekur undir það að Kvikmyndaskólinn gæti gæti lífgað verulega upp á Hamraborgina og þá starfsemi sem þar er. Hann minnir á að Kópavogsbíó, fyrsta bíóið í Kópavogi, hafi verið til húsa í félagsheimilinu í Fannborg 2 á sínum tíma.

Verðið í góðu samræmi við hugmyndir sveitarstjórnar
Í bréfi Böðvars Bjarka segir að verði tilboðinu tekið yrðu 400 milljónir króna greiddar 15. mars, en samið yrði um eftirstöðvar til einhverra ára með hagkvæmum vöxtum.

Ármann segir verðið í góðu samræmi og heldur hærra en sveitarstjórn hafi miðað við. „Það verður mjög spennandi að sjá hvernig bæjarfulltrúar taka í þetta, en hvað mig varðar þá er þetta virkilega spennandi hugmynd. Ég er mjög jákvæður en það þarf að skoða þetta frá ýmsum hliðum.“

Kvikmyndaskóli Íslands var stofnaður árið 1992 og eru nemendur um 120 talsins. Í haust er þó ætlunin að opna alþjóðlega deild sem lengi hefur verið í undirbúningi og þá er áætlað að nemendafjöldinn muni tvöfaldast. Kvikmyndaskóli Íslands er nú staðsettur á Grensásvegi 1. 


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / Kvikmyndaskˇlinn bř­ur 700 milljˇnir Ý bŠjarskrifstofur Kˇpavogs
Fara efst