Handbolti

Króatískur landsliðsmaður beit andstæðing

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Marko Kopljar, leikmaður franska stórliðsins PSG, fékk að líta rautt spjald í leik liðsins gegn Chambery á dögunum fyrir að bíta andstæðinginn.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi var Kopljar að sækja að vörn Chambery þegar hann lenti á Bertrand Gille. Þeim lenti saman með þeim afleiðingum að Kopljar beit Gille í öxlina.

Gille sýndi dómrunum bitförin líkt og knattspyrnukapparnir Branislav Ivanovic og Giorgio Chiellini gerðu þegar þeir voru bitnir af Úrúgvæjanum Luis Suarez sem frægt er orðið.

Nú er beðið viðbragða franska handknattleikssambandsins sem og Handknattleikssambands Evrópu.


Tengdar fréttir

Luis Suarez beit andstæðing - myndband

Úrúgvæinn Luis Suarez, leikmaður Ajax í Hollandi, gæti verið á leiðinni í langt keppnisbann eftir að hann beit Otman Bakkal, leikmann PSV, í leik liðanna um helgina.

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×