Kristín Þorsteinsdóttir ráðin útgefandi 365 Tinni Sveinsson skrifar 24. júlí 2014 14:14 Kristín Þorsteinsdóttir. Vísir/Stefán Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin útgefandi 365. Áður hefur forstjóri haft hlutverk útgefanda en með þessari breytingu er lögð áhersla á sjálfstæði fréttastofu frá öðrum rekstri fyrirtækisins. Útgefandi er yfirmaður fréttastofu og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Mikael Torfason aðalritstjóri mun áfram stýra daglegum rekstri fréttastofu ásamt Ólafi Stephensen ritstjóra og er því ekki um neina breytingu að ræða á störfum þeirra eða ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofu. Undir fréttastofu 365 heyra Fréttablaðið, fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar og Vísir. Kristín hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og vann lengst af hjá Ríkisútvarpinu. „Ráðning Kristínar er mikill fengur fyrir fréttastofu 365 í ljósi reynslu hennar,“ segir Sævar Freyr. „Það er einnig sérstakt ánægjuefni að kona bætist í hóp yfirstjórnar fréttastofu og er liður í áformum 365 að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins.“ Kristín er cand.mag. í íslensku, MA í blaðamennsku frá City University í London og MBA frá HÍ. Auk reynslu af fjölmiðlum hefur Kristín starfað á samskiptasviði Baugs, í upplýsingamálum hjá Iceland Express og sinnt ýmsum ráðgjafastörfum. Síðastliðin tvö ár hefur Kristín setið í stjórn 365 en lætur nú af stjórnarstörfum. Ritstjórnarreglur 365 er að finna á 365.is. Tengdar fréttir Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365 Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. 14. júlí 2014 15:12 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin útgefandi 365. Áður hefur forstjóri haft hlutverk útgefanda en með þessari breytingu er lögð áhersla á sjálfstæði fréttastofu frá öðrum rekstri fyrirtækisins. Útgefandi er yfirmaður fréttastofu og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Mikael Torfason aðalritstjóri mun áfram stýra daglegum rekstri fréttastofu ásamt Ólafi Stephensen ritstjóra og er því ekki um neina breytingu að ræða á störfum þeirra eða ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofu. Undir fréttastofu 365 heyra Fréttablaðið, fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar og Vísir. Kristín hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og vann lengst af hjá Ríkisútvarpinu. „Ráðning Kristínar er mikill fengur fyrir fréttastofu 365 í ljósi reynslu hennar,“ segir Sævar Freyr. „Það er einnig sérstakt ánægjuefni að kona bætist í hóp yfirstjórnar fréttastofu og er liður í áformum 365 að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins.“ Kristín er cand.mag. í íslensku, MA í blaðamennsku frá City University í London og MBA frá HÍ. Auk reynslu af fjölmiðlum hefur Kristín starfað á samskiptasviði Baugs, í upplýsingamálum hjá Iceland Express og sinnt ýmsum ráðgjafastörfum. Síðastliðin tvö ár hefur Kristín setið í stjórn 365 en lætur nú af stjórnarstörfum. Ritstjórnarreglur 365 er að finna á 365.is.
Tengdar fréttir Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365 Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. 14. júlí 2014 15:12 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson nýr forstjóri 365 Sævar Freyr Þráinsson hefur verið ráðinn forstjóri 365 og tekur við starfinu af Ara Edwald. Sævar Freyr hóf nýlega störf hjá 365 og var áður forstjóri Símans. Ari Edwald verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði. 14. júlí 2014 15:12