Erlent

Krefjast vopnahlés

Jakob Bjarnar skrifar
Samantha Power fulltrúi Bandaríkjanna ræðir við Ron Prosor frá Ísrael á neyðarfundi öryggisráðsins í nótt.
Samantha Power fulltrúi Bandaríkjanna ræðir við Ron Prosor frá Ísrael á neyðarfundi öryggisráðsins í nótt. ap
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir tafarlausu og óskilyrtu vopnahléi á Gaza.

Sú krafa er sett fram af mannúðarástæðum. Tilkynning þess efnis var gefin út í kjölfar neyðarfundar í nótt vegna ástandsins en 1.030 Palestínumenn hafa nú fallið síðan átökin hófust fyrir um þremur vikum, mest megnis óbreyttir borgarar og 43 Ísraelskir hermenn hafa fallið auk tveggja ísraelskra borgara.

Bæði fulltrúar Palestínu og Ísrael gerðu athugasemdir við kröfuna en á ólíkum forsendum; óánægja Palestínumannsins felst í að ekki hafi verið sett fram skilyrðislaus krafa þess efnis að Ísraelar drægju herlið sitt umsvifalaust til baka og sá ísraelski benti á að ef allt verði með kyrrum kjörum í Ísrael, og vísaði þar til eldflugaárása Hamas-samtakanna yfir landamærin, þá verði friður á Gasasvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×