Krefjast réttlætis fyrir konuna í Garðabæ: "Búið að taka af henni allt sem hún átti“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. maí 2015 15:45 Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vísir/Valli Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015 Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fjölskylda 85 ára konu sem nýlega beið lægri hlut í Hæstarétti vegna skemmda sem einbýlishús hennar í Garðabæ varð fyrir segir málinu ekki lokið. Vonast fjölskyldan til aukinnar umræðu um málið sem verði til þess fallin að bærinn komi til móts við konuna á einhvern hátt. Kristjana María Ásbjörnsdóttir, barnabarn konunnar, segir óréttlætið hafa sigrað. Framkoma sveitarfélagsins við ömmu hennar sé með öllu óásættanleg.Ekkert móttilboð „Þó það væri ekki nema að Garðabær myndi kaupa húsið og lóðina af ömmu, þá strax yrði þetta betra. Bærinn hafði samband við okkur eftir Kastljóssviðtalið sem amma fór í eftir að dómurinn féll og bauðst til að gera tilboð í húsið. Þegar við komum með tölu þá neitaði bærinn og kom aldrei með móttilboð,“ segir Kristjana. Hún bætir við að upphæðin hafi verið í samræmi við fasteignaverð hússins.Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna.Vísir/ValliHúsið er staðsett á gatnamótum Goðatúns og Silfurtúns í Garðabæ. Bærinn réðist í endurbætur á síðarnefndri götu árið 2008 en konan taldi framkvæmdirnar hafa valdið sigi á húsinu. Hún fór því í skaðabótamál við bæinn og vann það í Héraðsdómi Reykjaness árið 2013. Bænum var þá gert að greiða henni 35 milljónir króna en áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar. Þeim dómi var snúið við.Allir sjóðir tómir „Við viljum halda málinu gangandi, því af okkar hálfu er þetta ekkert búið. Okkur langar að gera meira en við erum bara venjuleg fjölskylda. Það er enginn ríkur og við tæmdum alla sjóði í þessi dómsmál sem kostuðu um níu milljónir. Húsið og garðurinn var það eina sem amma átti, hún er öreigi og lifir bara á því sem hún fær í ellilífeyri,“ segir Kristjana og bætir við að amma hennar búi nú í lítilli leiguíbúð í Garðabæ. Húsið er óíbúðarhæft og sagt heilsuspillandi, en talið er að kostnaður við endurbyggingu þess nemi um 46 milljónum króna. „Þrátt fyrir að hún geti ekki búið í húsinu lengur þá fer hún reglulega í garðinn sinn og vinnur í honum. Hún er kona sem hefur unnið alla sína ævi en núna er búið að taka af henni allt sem hún átti. Hún eyðir samt löngum stundum í garðinum, er þar alltaf á hnjánum, og hugsar um blómin sín sem hún elskar svo mikið.“ Fjölskyldan opnaði Facebook-síðu henni til stuðnings fyrir viku síðan. Kristjana skrifaði pistil um ömmu sína á dögunum en hann má lesa hér fyrir neðan.-Barnabarn konunnar skrifar:Ég fór alltaf í þetta sama hús í heimsókn til ömmu og afa, alla mína æsku. Í húsinu var mi...Posted by Réttlæti fyrir gömlu konuna í Garðabæ on 30. apríl 2015
Tengdar fréttir Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Garðabær sýknaður af 35 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur segir bæinn ekki bera ábyrgð á því að einbýlishús gamallar konu er nú ónýtt. 28. nóvember 2014 10:37