Viðskipti innlent

Kormákur og Ómar eignast hluti í Íslensku lögfræðistofunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnar Kormákur Friðriksson og Ómar Örn Bjarnþórsson eiga nú hluti í Íslensku lögfræðistofunni.
Arnar Kormákur Friðriksson og Ómar Örn Bjarnþórsson eiga nú hluti í Íslensku lögfræðistofunni.
Héraðsdómslögmennirnir Arnar Kormákur Friðriksson og Ómar Örn Bjarnþórsson hafa bæst í eigendahóp Íslensku lögfræðistofunnar. Eigendur stofunnar eru því orðnir fjórir talsins. Fyrir eru þeir Haukur Örn Birgisson hrl. og Eggert Páll Ólason hdl. Íslenska lögfræðistofan er með skrifstofu í Turninum við Smáratorg í Kópavogi.

Ómar Örn hefur starfað hjá Íslensku lögfræðistofunni frá 2009 en Arnar Kormákur starfaði hjá Opus lögmönnun frá árinu 2008 áður en hann gekk til liðs við stofuna. Í tilkynningu segir að Ómar Örn og Arnar Kormákur hafi báðir mikla reynslu af málflutningsstörfum og hafa annast hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og fyrirtæki við góðan orðstír.

Íslenska lögfræðistofan hefur frá stofnun sinnt almennri lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir og erlenda aðila. Undanfarin misseri hefur vaxandi áhersla verið lögð á ráðgjöf til fyrirtækja. Þrír löglærðir fulltrúar starfa hjá fyrirtækinu ásamt eigendunum fjórum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×