Kórinn tæmdist á korteri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2014 14:05 Tónleikagestir þyrptust í strætisvagna fyrir utan Kórinn eftir að tónleikunum lauk í gærkvöldi. Vísir/Tinni Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn. Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira
Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn.
Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira
„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47
Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15
Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26