Kórinn tćmdist á korteri

 
Lífiđ
14:05 25. ÁGÚST 2014
Tónleikagestir ţyrptust í strćtisvagna fyrir utan Kórinn eftir ađ tónleikunum lauk í gćrkvöldi.
Tónleikagestir ţyrptust í strćtisvagna fyrir utan Kórinn eftir ađ tónleikunum lauk í gćrkvöldi. VÍSIR/TINNI

Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi.

„Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“

Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum.

Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum.

„Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“

Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir.

Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ / Kórinn tćmdist á korteri
Fara efst