Kórinn tæmdist á korteri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2014 14:05 Tónleikagestir þyrptust í strætisvagna fyrir utan Kórinn eftir að tónleikunum lauk í gærkvöldi. Vísir/Tinni Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn. Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn.
Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47
Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15
Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26