FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ NÝJAST 07:30

Ruddust inn á heimili í Kópavogi ţar sem tvö börn voru ein heima

FRÉTTIR

Kópavogsbćr sektađur um ţrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verđbréfaviđskipti

 
Viđskipti innlent
15:15 24. FEBRÚAR 2016
Sveitarfélagiđ birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auđiđ er.
Sveitarfélagiđ birti ekki innherjaupplýsingar eins fljótt og auđiđ er. VÍSIR/GVA

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur lagt þriggja milljóna króna stjórnvaldssekt á Kópavogsbæ vegna brots gegn laga um verðbréfaviðskipti.

Að því er fram kemur á vef FME birti sveitarfélagið ekki innherjaupplýsingar, sem fólust í tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 14. janúar árið 2014, eins fljótt og auðið er á jafnræðisgrundvelli.

Samkvæmt málsatvikum er Kópavogsbær útgefandi skuldabréfa sem skráð eru í Kauphöllinni. Á fundinum árið 2014 ákvað bæjarstjórnina að kaupa 30 til 40 íbúðir víðs vegar í Kópavogsbæ vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum.

Var það niðurstaða FME að tillagan um húsnæðismál sem bæjarstjórnin samþykkt á fundi sínu hefði falið í sér innherjaupplýsingar. Fól tillagan í sér verulegan kostnað fyrir Kópavogsbæ og upplýsingar um slíkt til þess fallnar að hafa áhrif á verðlagningu skuldabréfa bæjarins sem skráð voru í kauphöll. Mátti því gera ráð fyrir því að upplýstur fjárfestir myndi að öllum líkindum nýta umræddar upplýsingar til að byggja fjárfestingarákvörðun sína á varðandi skuldabréf sveitarfélagsins.

Fjármálaeftirlitið komst einnig að þeirri niðurstöðu að Kópavogsbær hefði ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli og þar með brotið gegn lögum. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Kópavogsbćr sektađur um ţrjár milljónir vegna brots gegn lögum um verđbréfaviđskipti
Fara efst