Konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og karlmönnum 8. nóvember 2010 12:00 óhrædd Hlín hefur slegið í gegn með hispurslausum bloggfærslum um samskipti kynjanna. Hún segir ýmislegt mega betur fara í íslenskri stefnumótamenning - eða ómenningu eins og hún kallar hana stundum. fréttablaðið/valli „Við ætlum að búa til stelpupartý. Þar sem stelpur eru með stelpum og ekkert er bannað,“ segir Hlín Einarsdóttir, ritstjóri vefmiðilsins Bleikt.is, sem opnar á næstu vikum. Hlín vinnur nú að opnun Bleikt.is, en vefurinn verður fyrst og fremst ætlaður konum. Hún tekur þó fram að karlmenn muni ekki síður hafa gagn að vefnum þar sem þeir geti séð það sem konur tala um þegar þeir eru víðsfjarri. „Konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og karlmönnum. Þær sem segjast ekki hafa áhuga á því eru að ljúga,“ segir Hlín, sem er 33 ára tveggja barna móðir og starfaði áður sem net- og dreifingarstjóri bókaforlagsins Sölku. „Karlmenn grunar ekki hversu svakalega frjálslegar við erum. Ef það kemur einn gaur í partýið þá breytist allt. Við elskum svona partý og stefnan er að það sé ekkert tabú og ekkert bannað.“ Aðspurð hvort kynlíf verði áberandi á vefnum segir Hlín svo vera. „Það er mikilvægt að konur séu meðvitaðar um kynferði sitt og séu stoltar að því. Við Þurfum ekki að berjast fyrir réttindum kvenna, við erum konur með réttindi,“ segir hún. Hlín byrjaði að skrifa pistla á Pressunni í byrjun sumars og hefur síðan þá vakið mikla athygli. Hún er óhrædd við að tjá sig um samskipti kynjanna á hispurslausan hátt og hefur meðal annars skrifað um það sem konur þola ekki við karlmenn og atriði sem drepa möguleikann á öðru deiti eftir það fyrsta. Þá vakti pistill hennar kynþokka og greind kvenna gríðarlega athygli. Á síðunni þinni eru ýmis ráð í sambandi við stefnumót sem maður hefði haldið að væru almenn skynsemi. Erum við í ruglinu að þessu leyti? „Svolítið mikið. Mér finnst að íslensk deitmenning mætti batna. Það mætti ýmislegt breytast.“ En hvar lærðir þú? Bjóstu erlendis eða býrðu yfir mikilli reynslu af deitmenningunni á Íslandi? „Ég þekki mikið af fólki sem hefur búið erlendis og þar virðast vera allt aðrar reglur en eru í gangi hér. Ég var gift í 10 ár, kom svo út á markaðinn og var í raun steinhissa á því hversu vanþróuð, stíf og ruglingsleg þessi menning, eða ómenning eins og ég kalla hana stundum, er. Hér fer fólk mikið á fyllerí til að kynnast fólki eða sofa saman og þetta er eitthvað svo sorglegt. Með síðunni ætlum við að breyta þessu.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Við ætlum að búa til stelpupartý. Þar sem stelpur eru með stelpum og ekkert er bannað,“ segir Hlín Einarsdóttir, ritstjóri vefmiðilsins Bleikt.is, sem opnar á næstu vikum. Hlín vinnur nú að opnun Bleikt.is, en vefurinn verður fyrst og fremst ætlaður konum. Hún tekur þó fram að karlmenn muni ekki síður hafa gagn að vefnum þar sem þeir geti séð það sem konur tala um þegar þeir eru víðsfjarri. „Konur hafa mikinn áhuga á kynlífi og karlmönnum. Þær sem segjast ekki hafa áhuga á því eru að ljúga,“ segir Hlín, sem er 33 ára tveggja barna móðir og starfaði áður sem net- og dreifingarstjóri bókaforlagsins Sölku. „Karlmenn grunar ekki hversu svakalega frjálslegar við erum. Ef það kemur einn gaur í partýið þá breytist allt. Við elskum svona partý og stefnan er að það sé ekkert tabú og ekkert bannað.“ Aðspurð hvort kynlíf verði áberandi á vefnum segir Hlín svo vera. „Það er mikilvægt að konur séu meðvitaðar um kynferði sitt og séu stoltar að því. Við Þurfum ekki að berjast fyrir réttindum kvenna, við erum konur með réttindi,“ segir hún. Hlín byrjaði að skrifa pistla á Pressunni í byrjun sumars og hefur síðan þá vakið mikla athygli. Hún er óhrædd við að tjá sig um samskipti kynjanna á hispurslausan hátt og hefur meðal annars skrifað um það sem konur þola ekki við karlmenn og atriði sem drepa möguleikann á öðru deiti eftir það fyrsta. Þá vakti pistill hennar kynþokka og greind kvenna gríðarlega athygli. Á síðunni þinni eru ýmis ráð í sambandi við stefnumót sem maður hefði haldið að væru almenn skynsemi. Erum við í ruglinu að þessu leyti? „Svolítið mikið. Mér finnst að íslensk deitmenning mætti batna. Það mætti ýmislegt breytast.“ En hvar lærðir þú? Bjóstu erlendis eða býrðu yfir mikilli reynslu af deitmenningunni á Íslandi? „Ég þekki mikið af fólki sem hefur búið erlendis og þar virðast vera allt aðrar reglur en eru í gangi hér. Ég var gift í 10 ár, kom svo út á markaðinn og var í raun steinhissa á því hversu vanþróuð, stíf og ruglingsleg þessi menning, eða ómenning eins og ég kalla hana stundum, er. Hér fer fólk mikið á fyllerí til að kynnast fólki eða sofa saman og þetta er eitthvað svo sorglegt. Með síðunni ætlum við að breyta þessu.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“