Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 12:00 Í raun þyrfti aðeins eitt bréf frá fjármálaráðuneytinu til fjármálaráðuneytis Kanada til að hefja viðræður við Kanadamenn. Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira