Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 12:00 Í raun þyrfti aðeins eitt bréf frá fjármálaráðuneytinu til fjármálaráðuneytis Kanada til að hefja viðræður við Kanadamenn. Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna. Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt. Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi. Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira