Viðskipti innlent

Kolmunnaveiðin hafin hjá íslensku skipunum

Vísir/HBGrandi
Íslensku kolmunnaskipin, sem höfðu legið í höfnum í Færeyjum í allt að viku vegna þess að kolmunninn var ekki genginn inn í færeysku lögsöguna, eru nú öll lögð af stað og stefna syðst í lögsöguna, þar sem hann kemur fyrst inn í hana.

Skipstjórinn á Faxa sagði í viðtali vilð fréttastofuna undir morgun að hann væri byrjaður að toga en ekki lagi fyrir hversu mikið væri komið í trollið.

Ljóst væri þó að nokkuð vantaði enn upp á að hægt væri að kalla þetta kraftveiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×