Erlent

Kolkrabbi skríður á land - myndband

Ótrúlegar myndir náðust af kolkrabba sem skreið á land. Vísindamaður segir hegðunina vera algenga meðal kolkrabba en hún hafi þó afar sjaldan náðst á myndband.

Kvikmyndatökumaðurinn er furðulostinn yfir hegðun kolkrabbans. Lindýrið skríður framhjá honum og laumast í gegnum þanghrúgu.

Atvikið átti sér stað í Fitzgerald Marine Reserver í San Francisco.

Alexa Warburton hjá háskólanum í Middlebury segir þessa hegðun vera algenga. Sjálf hafi hún oft séð kolkrabba sleppa úr umhverfi sínu með því að ganga á land. Hennar eigin kolkrabbi hefur oft sloppið úr búri sínu. Hún segist hafa fundið dýrið í felum í tekatli sínum.

Kolkrabbinn í myndbandinu er í um tvær mínútur á landi. Hann hrækir hálfétnum krabba út úr sér áður en hann læðist aftur í hafið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×