Handbolti

Klopp drakk í sig söguna á Anfield | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp í búningsklefanum á Anfield.
Jürgen Klopp í búningsklefanum á Anfield. Vísir/Getty
Jürgen Klopp var kynntur í dag sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool en hann tók á móti blaðamönnum og ljósmyndurum á Anfield í dag.

Liverpool hefur ekki unnið enska meistaratitilinn í 25 ár og er sem stendur aðeins í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Koma Jürgen Klopp hefur vakið upp vonir og væntingar hjá stuðningsmönnum Liverpool sem voru flestir búnir að gefast upp á forvera hans Brendan Rodgers.

Þegar Brendan Rodgers var rekinn á sunnudaginn var kom nafn Klopp strax upp á yfirborðið og þessi fyrrum sigursæli þjálfari Borussia Dortmund er nú mættur í enska boltann.

Jürgen Klopp heillaði alla upp úr skónum og ljósmyndarar allra helstu fréttastofa heimsins notuðu hvert tækifæri til að smella af honum mynd þegar hann skoðaði Anfield í dag.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af Jürgen Klopp á Anfield í dag.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool

Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers.

Klopp nýr stjóri Liverpool

Jürgen Klopp skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Liverpool.

Arnar: Liverpool yrði fullkomið starf fyrir Klopp

Ákvörðun Liverpool að reka Brendan Rodgers var rædd í Messunni í gær auk þess sem þeir ræddu orðróminn um að Jürgen Klopp yrði næsti knattspyrnustjóri Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×