Enski boltinn

Klopp: Karius gaf okkur líflínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Loris Karius í markinu í gær.
Loris Karius í markinu í gær. Vísir/Getty
Southampton hafði betur gegn Liverpool, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar á St. Mary's-leikvanginum í gær.

Liverpool hafði ekki tapað í sjö leikjum í röð í öllum keppnum en Nathan Redmond sá til þess að Southampton vann 1-0 sigur í gær me marki á 20. mínútu.

Sigurinn hefði þó getað verið mun stærri enda var Southampton sterkari aðilinn í leiknum. Redmond fékk til að mynda þrjú góð færi í leiknum en í hinum tveimur sá Loris Karius, markvörður Liverpool, við honum.

„Viðbrögð okkar eftir markið voru ekki nógu góð,“ sagði Klopp eftir leikinn í gær. „Við vorum ekki nógu þéttir.“

Sjá einnig: Dýrlingarnir fara með eins marks sigur á Anfield | Sjáðu markið



„Lorius Karius varð að bjarga lífi okkar. Þetta var verðskuldaður sigur hjá Southampton en það er aðeins hálfleikur í rimmunni.“

„Við hefðum átt að gæta okkar betur í sendingunum okkar en það er allt enn opið fyrir seinni leikinn þannig að þetta er í góðu lagi.“

Sigurvegari rimmunnar mætir annað hvort Manchester United eða Hull í úrslitaleiknum á Wembley í næsta mánuði. United er með 2-0 forystu eftir fyrri undanúrslitaleikinn.

Sjá einnig: Man Utd í góðri stöðu fyrir seinni leikinn | Sjáðu mörkin


Tengdar fréttir

Mourinho: Þetta verður engin leikhúsferð

Manchester United tekur á móti Liverpool í "leikhúsi draumanna“ á sunnudag. Stjóri United vill að hans menn geri meira en í síðustu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×