Viðskipti innlent

Kjaradeilan kostaði Icelandair 400 milljónir

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Forstjóri Icelandair vonast til að hægt verði að ná langtímasamningi við flugmenn félagsins svo ekki komi til frekari verkfallsaðgerða. Áætlað tap Icelandair vegna verkfallsaðgerða nemur um 400 milljónum króna.

Icelandair Group gerði í dag grein fyrir uppgjöri félagsins á öðrum ársfjórðungi. Heildarhagnaður Icelandair nemur um 2,5 milljörðum króna og eykst milli ára þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tekist á við kjaradeilur sem höfðu viðtæk áhrif og þúsundir farþega. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir að aðrir þættir í rekstri félagsins brúi afkomu af millilandastarfsemi sem hafi verið undir væntingum.

„Við erum mjög sátt. Sérstaklega í ljósi þeirra vandræða sem við stóðum frammi fyrir í maí og júní,“ segir Björgólfur.

Samningur flugmanna sem undirritaður var í maí er stuttur og gildir aðeins til 30. september næstkomandi. Björgólfur er bjartsýnn á að samningaviðræður gangi betur í haust.

„Það er ekki hollt hvorki fyrir rekstur félagsins eða viðskiptavini að vera í deilum. Það er mikilvægt að ná samkomulagi og helst að það sé til lengri tíma,“ segir Björgólfur.

Nánar í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×