Enski boltinn

Kenedy skoraði fljótasta mark tímabilsins í gærkvöldi | Sjáðu markið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chelsea er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir eins marks sigur á útivelli gegn Norwich í gærkvöldi, 2-1.

Chelsea er nú með 39 stig og er t.a.m. ekki nema fimm stigum á eftir Manchester United sem á þó leik til góða í kvöld. Ótrúlegur viðsnúningur á tímabilinu hjá Chelsea sem er taplaust í síðustu tólf úrvalsdeildarleikjum.

Robert Kenedy, Brasilíumaðurinn ungi í liði Chelsea, kom gestunum frá Lundúnum yfir í leiknum eftir aðeins 39 sekúndur með sínu fyrsta marki í ensku úrvalsdeildinni.

Kenedy kom til Chelsea frá Fluminense síðasta sumar og var í byrjunarliðinu í deildinni í annað sinn á Carrow Road í gærkvöldi.

Mark Brasilíumannsins var það fljótasta sem nokkur maður hefur skorað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, en Kenedy smellhitti boltann fyrir utan teig eftir undirbúning Eden Hazard.

Þetta smekklega mark má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×