Innlent

Kemur vel til greina að leigja Nubo Grímsstaði

Eigandi stærsta hluta jarðarinnar að Grímsstöðum á Fjöllum segir það vel koma til greina að leigja Huang Nubo jörðina svo byggja megi upp ferðaþjónustu á svæðinu. Iðnaðarráðherra hyggst hafa samband við Nubo á næstunni.

Í viðtali við fréttastofu sagði Huang Nubo það ekki koma til greina að kaupa jörðina á Grímsstöðum í gegnum fyrirtæki innan EES. Hins vegar komi það vel til greina að leigja jörðina og hefja þar uppbyggingu á ferðaþjónustu.

Jóhannes H. Hauksson, sem á helminginn af jörðinni ásamt systur sinni segir það vel koma til greina að leigja Nubo landið. Vilji hans standi fyrst og fremst til þess að byggja upp ferðaþjónustu á Norð-Austurlandi.

Nubo sé rétti maðurinn til þess. Áður hafi honum borist tilboð í jörðin. en hafnað þeim, en ekki fyrr en nú hafi hann viljað selja, meðal annars vegna þess að nýta átti hana í uppbyggingu á svæðinu. Hann tekur jafnframt undir ádeilu Nubos á stjórnvöld, ekkert samband hafi verið haft við hann við umfjöllun undanþágubeiðni Nubos.

Katrín Júlíusdóttir segist nú skoða með hvaða hætti Nubo geti fjárfest hér á landi. Hún segir þær fregnir að hann vilji leigja landið jákvæðar og segist hún ætla að vera í sambandi við Nubo.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×