Viðskipti innlent

Kaupmáttur launa hækkað um 3,1%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það eru uppgrip hjá ungu fólki þessa dagana.
Það eru uppgrip hjá ungu fólki þessa dagana.
Kaupmáttur launa í júní hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði og hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,1% síðustu tólf mánuði. Þetta þýðir að laun, umfram verðbólgu, hafa almennt hækkað um 3,1% á síðustu tólf mánuðum. 

Hagstofan segir að í launavísitölu júnímánaðar gætir áhrifa kjarasamninga fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga við nokkur stéttarfélög opinberra starfsmanna sem undirritaðir voru í maí og júní 2014. 

Launavísitala í júní hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×