Viðskipti innlent

Kaupa hlut ALMC í Straumi

Hópur fjárfesta hefur gengið frá kaupum á hlut ALMC í Straumi fjárfestingabanka hf. Eftir kaupin verða um 35% af hlutafé bankans í eigu starfsmanna og 65% í eigu fjögurra félaga sem eiga öll jafnan hlut hvert. Þau eru Sigla ehf., Ingimundur hf., Varða Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hf.

Þeir fjárfestar sem eru í forsvari fyrir félögin eru Tómas Kristjánsson og Finnur Reyr Stefánsson fyrir Siglu, Ármann Ármannsson og Ármann Fr. Ármannsson fyrir  Ingimund og Grímur Garðarsson og Jónas Hagan fyrir Varða Capital. Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn standa á bak við Eignarhaldsfélagið Mata hf.

 

„Það er mikið gleðiefni að fá þessa öflugu og fjársterku aðila í hluthafahóp Straums,“ segir Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums, í tilkynningu.  „Kaup þeirra í bankanum eru mikil viðurkenning fyrir alla þá sem hafa tekið þátt í að byggja upp starfsemi bankans undanfarin ár. Ég tel þetta vera mjög jákvætt skref fyrir Straum og lít björtum augum til framtíðar,“ segir hann ennfremur.

ALMC er eignarumsýslufélag, sem hét Straumur-Burðaráss, fyrir hrun. Nafn félagsins breyttist við bankahrunið.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×