Kaupa hey fyrir tvær milljónir Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. maí 2013 10:45 Hjónin á Steindyrum í Svarfaðardal eru bæði með kúa- og sauðfjárbú. Sauðburður hófst hjá þeim fyrir þremur vikum síðan og enn er féð hýst inni og í hólfi við fjárhúsið. Vegna snjóalaga sjá þau ekki fram á að geta sleppt fénu út á tún í bráð. „Við höfum bara rekið inn á kvöldin og haft þau í þessu litla hólfi yfir daginn. Girðingarnar eru ennþá á kafi þannig að ærnar leita eitthvað strax ef þær mögulega komast í burtu. Þannig að maður verður að reka allt inn á kvöldin svo þetta sé ekki á veginum eða ofan í skurðum og maður fari ekki að missa lömb út af því," segir Gunnhildur Gylfadóttir bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal. Síðasta sumar var þurrt hjá bændum í dalnum og heyfengur því lítill, margir eru búnir með forðann sinn og hafa því þurft að kaupa hey. „Við erum sjálf búin að kaupa 80 rúllur. Hér í Svarfaðardalinn er búið að kaupa sennilega rúmlega 600 rúllur, síðustu þrír vagnarnir eru að koma nú um helgina af heyi," segir Gunnhildur. Tíðarfarið eykur vinnálagið á bændur og kostnaðinn við búskapinn. „Þetta er þungur baggi þar sem menn hafa kannski þurft að kaupa hey fyrir tvær milljónir. Það munar um ansi mikið í pyngjunni þegar það þarf kannski að leggja í mikil önnur fjárútlát út af þessu erfiða vori. Eins og girðingar og mikil frækaup ef það þarf að endurvinna tún," segir Gunnhildur en hver rúlla kostar tíu til ellefu þúsund krónur. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Hjónin á Steindyrum í Svarfaðardal eru bæði með kúa- og sauðfjárbú. Sauðburður hófst hjá þeim fyrir þremur vikum síðan og enn er féð hýst inni og í hólfi við fjárhúsið. Vegna snjóalaga sjá þau ekki fram á að geta sleppt fénu út á tún í bráð. „Við höfum bara rekið inn á kvöldin og haft þau í þessu litla hólfi yfir daginn. Girðingarnar eru ennþá á kafi þannig að ærnar leita eitthvað strax ef þær mögulega komast í burtu. Þannig að maður verður að reka allt inn á kvöldin svo þetta sé ekki á veginum eða ofan í skurðum og maður fari ekki að missa lömb út af því," segir Gunnhildur Gylfadóttir bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal. Síðasta sumar var þurrt hjá bændum í dalnum og heyfengur því lítill, margir eru búnir með forðann sinn og hafa því þurft að kaupa hey. „Við erum sjálf búin að kaupa 80 rúllur. Hér í Svarfaðardalinn er búið að kaupa sennilega rúmlega 600 rúllur, síðustu þrír vagnarnir eru að koma nú um helgina af heyi," segir Gunnhildur. Tíðarfarið eykur vinnálagið á bændur og kostnaðinn við búskapinn. „Þetta er þungur baggi þar sem menn hafa kannski þurft að kaupa hey fyrir tvær milljónir. Það munar um ansi mikið í pyngjunni þegar það þarf kannski að leggja í mikil önnur fjárútlát út af þessu erfiða vori. Eins og girðingar og mikil frækaup ef það þarf að endurvinna tún," segir Gunnhildur en hver rúlla kostar tíu til ellefu þúsund krónur.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira