Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Lillý Valgerður Pétursdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 13:18 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að viðræður Sjálfstæðisflokksins og VG sem framundan eru um myndun ríkisstjórnar snúist fyrst og fremst um að kanna hvort að grundvöllur sé fyrir ríkisstjórnarsamstarfi á milli flokkanna. „Í raun og veru er það eina sem liggur fyrir að við förum yfir hvort það sé einhver málefnalegur grundvöllur fyrir samstarfi þessara tveggja flokka,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín leiddi viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar um myndun fimm flokka ríkisstjórnar sem sigldu í strand í síðustu viku. Hún segir að VG hafi rætt við flest alla flokka nema Sjálfstæðisflokkinn og því sé vert að kanna þessa leið. „Það liggur fyrir að það hafa kannski ekki mikil samtöl hins vegar verið á milli þessara tveggja flokka þannig að við erum alveg til í það,“ segir Katrín. Samtals hafa Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn 31 þingmann og þurfa því annan flokk með sér til að geta myndað ríkisstjórn. Katrín segir ekki tímabært að ræða strax hvaða flokkur eða flokkar það yrðu. Fyrst þurfi að kanna hvort að þessir tveir flokkar geti náð saman um málefnin.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Mánuður er nú liðinn frá þingkosningunum en Katrín er virðist ekki vera mjög stressuð yfir því að ekki er enn búið að mynda ríkisstjórn. „Ég held að í sjálfu sér höfum við séð lengri tíma líða frá kosningunum til stjórnarmyndunar þannig að ég er ekki vitund stressuð yfir þessu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Sjá meira
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41
Forseti Íslands upplýstur um viðræður VG og Sjálfstæðisflokks Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er upplýstur um stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum. 29. nóvember 2016 11:52
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent