Innlent

Karl skipaður hæstaréttardómari

Atli ísleifsson skrifar
Reynsla Karls Axelssonar af stjórnsýslu- og lögmannsstörfum vó þyngra en dómarastörf og menntun hinna umsækjendanna.
Reynsla Karls Axelssonar af stjórnsýslu- og lögmannsstörfum vó þyngra en dómarastörf og menntun hinna umsækjendanna. Vísir/GVA
Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður hæstaréttardómari.

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Ólafar Nordal innanríkisráðherra þessa efnis, en Karl er skipaður frá og með 12. október næstkomandi. Karl fékk skipunarbréf sitt afhent í innanríkisráðuneytinu í dag.

Embættið var auglýst laust til umsóknar þann 10. júlí síðastliðinn en alls bárust þrjár umsóknir.

Fimm manna dómnefnd, skipuð körlum, mat Karl hæfastan þriggja umsækjenda sem allir voru metnir hæfir til að gegna stöðunni. Auk Karls sóttu um þau Ingveldur Einarsdóttir, settur hæstaréttardómari, og Davíð Þór Björgvinsson, dómari við mannréttindadómstól Evrópu.

Reynsla Karls Axelssonar af stjórnsýslu- og lögmannsstörfum vó þyngra en dómarastörf og menntun hinna umsækjendanna.


Tengdar fréttir

Hæstiréttur á að endurspegla samfélagið

Innanríkisráðherra segir tilefni til að endurskoða reglur um skipan dómara hér á landi. Skipan dómara í vikunni varpi ljósi á veikleika núverandi fyrirkomulags. Mikilvægt sé að líta til þess sjónarmiðs að hæstiréttur enduspegli þjóðfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×