Kári þarf að greiða reikninginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2014 10:32 Kári Stefánsson og Karl Axelsson. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. Um er að ræða reikning sem Kári hafði neitað að greiða Karli vegna starfa þess síðarnefnda fyrir forstjórann. Stefndi Kári Karli vegna þessa og taldi reikninginn of háan. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kári krafðist þess að úrskurður Lögmannafélagsins um þóknun Karls yrði felldur úr gildi og að hæstaréttarlögmaðurinn greiddi allan málskostnað. Kári þarf hins vegar að greiða 470 þúsund krónur í málskostnað. Við aðalmeðferð málsins sagðist Kári hafa ráðið Karl í vinnu og að þeir hafi gert með sér samkomulag um það. Reikningurinn hafi hins vegar ekki passað við það samkomulag þar sem fulltrúi Karls, Þórhallur Bergmann, var skráður fyrir 150 tímum af vinnunni en Karl fyrir 17 tímum. Kári sagði að Karl hefði svo upplýst sig um að hann væri hættur að flytja mál fyrir héraði. Aðspurður um hverju hann hefði þá svarað sagði Kári: „Ég benti honum á að við hefðum gert með okkur samkomulag um að hann myndi flytja mitt mál. Þetta voru svona nokkuð hvöss samskipti.“ Einum til tveimur dögum síðar hafi hann fengið bréf þar sem kom fram að Karl hefði sagt sig frá málinu vegna misklíðar á milli þeirra.Kári í héraðsdómi ásamt Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni sínum.Vísir/SKHKári ósáttur við kostnaðinn og laun fulltrúans Karl Axelsson gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Fram kom í máli hans að samskipti við arkitektastofu, sem hafði undir höndum öll gögn er vörðuðu málið, hafi verið mjög slæm. Það hafi gengið erfiðlega að byggja upp málið vegna þess en það hafi þó tekist á endanum. Þá sagði Karl að Kári hefði verið ósáttur við ýmislegt. „Hann var ósáttur við kostnað málsins, fannst laun fulltrúa míns of mikil og svo var hætt að borga reikninga.“ Karl sagðist hafa ákveðið að slíta viðskiptasambandinu við Kára eftir að sá síðarnefndi hafði skellt tvisvar á sig, en Kári sagði við skýrslutöku að símasamband hefði rofnað. Karl sagði það ekki rétt að hann hefði tilkynnt Kára að hann væri hættur að flytja mál í héraði. Þá væri það hefðbundið að fleiri en einn lögmaður kæmu að undirbúningi máls. Það hefði einnig verið þannig í þessu tilfelli og aldrei hafi staðið annað til en að hann sjálfur myndi flytja málið.Taldi að um mistök væri að ræða Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Kára, vakti athygli á því að í þingbók hafi fulltrúinn verið bókaður á fyrirtökur í málinu en ekki Karl sjálfur. Karl gat ekki svarað hvers vegna það væri en taldi líklegt að um mistök væri að ræða við ritun þingbókarinnar. Umræddur fulltrúi bar líka vitni í málinu. Hann sagði einnig að samskipti við arkitektastofuna hefðu gengið brösuglega og að verkaskipting milli sín og Karls hefði verið með eðlilegum hætti. Aldrei hefði annað komið til greina en að Karl myndi flytja málið fyrir héraði þó að fulltrúinn hefði mætt í þinghöld fyrir hans hönd. Fulltrúinn taldi einfaldlega að mistök hefðu verið gerð við ritun þingbókanna þar sem hann væri skráður með málið. Lögmaður Kára þjarmaði að fulltrúanum og spurði hvers vegna hann sem „góður lögmaður“ hefði ekki gert athugasemdir við þingbækur ef villur væri að finna þar. Fulltrúinn sagðist ekki hafa tekið eftir mistökunum. Tengdar fréttir Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. október 2014 17:15 Kári stefnir lögmanninum sínum Kári Stefánsson hefur stefnt lögmanninum Karli Axelssyni til að fá hnekktum úrskurði um þóknun sem Kári skuldar lögmannsstofu Karls. 11. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða Karli Axelssyni, lögmanni og settum hæstaréttardómara, tvær milljónir króna. Um er að ræða reikning sem Kári hafði neitað að greiða Karli vegna starfa þess síðarnefnda fyrir forstjórann. Stefndi Kári Karli vegna þessa og taldi reikninginn of háan. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Kári krafðist þess að úrskurður Lögmannafélagsins um þóknun Karls yrði felldur úr gildi og að hæstaréttarlögmaðurinn greiddi allan málskostnað. Kári þarf hins vegar að greiða 470 þúsund krónur í málskostnað. Við aðalmeðferð málsins sagðist Kári hafa ráðið Karl í vinnu og að þeir hafi gert með sér samkomulag um það. Reikningurinn hafi hins vegar ekki passað við það samkomulag þar sem fulltrúi Karls, Þórhallur Bergmann, var skráður fyrir 150 tímum af vinnunni en Karl fyrir 17 tímum. Kári sagði að Karl hefði svo upplýst sig um að hann væri hættur að flytja mál fyrir héraði. Aðspurður um hverju hann hefði þá svarað sagði Kári: „Ég benti honum á að við hefðum gert með okkur samkomulag um að hann myndi flytja mitt mál. Þetta voru svona nokkuð hvöss samskipti.“ Einum til tveimur dögum síðar hafi hann fengið bréf þar sem kom fram að Karl hefði sagt sig frá málinu vegna misklíðar á milli þeirra.Kári í héraðsdómi ásamt Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni sínum.Vísir/SKHKári ósáttur við kostnaðinn og laun fulltrúans Karl Axelsson gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Fram kom í máli hans að samskipti við arkitektastofu, sem hafði undir höndum öll gögn er vörðuðu málið, hafi verið mjög slæm. Það hafi gengið erfiðlega að byggja upp málið vegna þess en það hafi þó tekist á endanum. Þá sagði Karl að Kári hefði verið ósáttur við ýmislegt. „Hann var ósáttur við kostnað málsins, fannst laun fulltrúa míns of mikil og svo var hætt að borga reikninga.“ Karl sagðist hafa ákveðið að slíta viðskiptasambandinu við Kára eftir að sá síðarnefndi hafði skellt tvisvar á sig, en Kári sagði við skýrslutöku að símasamband hefði rofnað. Karl sagði það ekki rétt að hann hefði tilkynnt Kára að hann væri hættur að flytja mál í héraði. Þá væri það hefðbundið að fleiri en einn lögmaður kæmu að undirbúningi máls. Það hefði einnig verið þannig í þessu tilfelli og aldrei hafi staðið annað til en að hann sjálfur myndi flytja málið.Taldi að um mistök væri að ræða Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Kára, vakti athygli á því að í þingbók hafi fulltrúinn verið bókaður á fyrirtökur í málinu en ekki Karl sjálfur. Karl gat ekki svarað hvers vegna það væri en taldi líklegt að um mistök væri að ræða við ritun þingbókarinnar. Umræddur fulltrúi bar líka vitni í málinu. Hann sagði einnig að samskipti við arkitektastofuna hefðu gengið brösuglega og að verkaskipting milli sín og Karls hefði verið með eðlilegum hætti. Aldrei hefði annað komið til greina en að Karl myndi flytja málið fyrir héraði þó að fulltrúinn hefði mætt í þinghöld fyrir hans hönd. Fulltrúinn taldi einfaldlega að mistök hefðu verið gerð við ritun þingbókanna þar sem hann væri skráður með málið. Lögmaður Kára þjarmaði að fulltrúanum og spurði hvers vegna hann sem „góður lögmaður“ hefði ekki gert athugasemdir við þingbækur ef villur væri að finna þar. Fulltrúinn sagðist ekki hafa tekið eftir mistökunum.
Tengdar fréttir Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. október 2014 17:15 Kári stefnir lögmanninum sínum Kári Stefánsson hefur stefnt lögmanninum Karli Axelssyni til að fá hnekktum úrskurði um þóknun sem Kári skuldar lögmannsstofu Karls. 11. febrúar 2014 14:33 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Kári Stefánsson neitar að borga reikninginn Aðalmeðferð í máli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, gegn Karli Axelssyni, hæstaréttarlögmanni hjá lögmannsstofunni Lex, fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 21. október 2014 17:15
Kári stefnir lögmanninum sínum Kári Stefánsson hefur stefnt lögmanninum Karli Axelssyni til að fá hnekktum úrskurði um þóknun sem Kári skuldar lögmannsstofu Karls. 11. febrúar 2014 14:33
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur