Viðskipti innlent

Kannast ekki við kröfu Tchenguiz

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér.
Tchenguiz telur að Grant Thornton, Kaupþing og starfsmenn þeirra beri ábyrgð á tilhæfulausri rannsókn á hendur sér. Vísir
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður sem situr í slitastjórn Kaupþings, og slitastjórnin sjálf hafa ekki fengið upplýsingar eða gögn um kröfu Vincent Tchenguiz á hendur sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórninni.

Í dag var greint frá því að Tchenguiz hefði ákveðið að höfða mál á hendur þessum aðilum og fleiri og krefjast jafnvirði tæplega 430 milljarða í skaðabætur.

„Þrátt fyrir að upplýsingar um mögulegar kröfur og málaferli hafi verið sendar fjölmiðlum, þá hafa hvorki Kaupþing né Jóhannes Rúnar fengið upplýsingar eða gögn um kröfurnar og er þeim því ómögulegt að taka afstöðu til málsins í smáatriðum,“ segir í tilkynningu sem birt er á vef Kaupþings.

Í tilkynningu segir einnig að það sé ekki stefna Kaupþings að fjalla um einstök viðskiptatengd málefni. Engu að síður segir bankinn að ásakanir Tchenguiz séu með öllu haldlausar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×