Erlent

Kannabisrækt leyfð í Köln

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Þýskir sjúklingar hafa fengið leyfi til ræktunar.
Þýskir sjúklingar hafa fengið leyfi til ræktunar. vísir/AFP
Þrír þýskir sjúklingar sem þjást af krónískum sársauka mega rækta eigið kannabis, segir dómari í Köln.

Sjúklingarnir sýndu fram á að hefðbundin sársaukadeyfandi lyf hefðu lítil sem engin áhrif. Kannabis er selt sem lyf sums staðar í Þýskalandi, en er ekki innifalið í almannasjúkratryggingum.

Þar sem sjúklingarnir höfðu ekki efni á að kaupa kannabis vildu þeir fá heimild til heimilisræktunar. Dómurinn gerir þeim kleift að gera svo. 

Þó var tveimur stefnendum enn synjað um ræktunarheimild, svo líklegt er að heimildirnar þrjár sem veittar voru séu og verði aðeins undantekningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×