Viðskipti innlent

Kalla eftir efndum en ekki nefndum

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/pjetur
Samtök leigjenda hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau kalla eftir efndum ríkisstjórnarinnar en ekki nefndum.

Þar segir að í stefnuræðu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, hafi verið lofað betrumbótum á leigumarkaði þegar hann hafi sagt; „Byggja þarf upp virkan langtímaleigumarkað. Skapa samvinnu og sameignastefnu traustari grundvöll en búa jafnframt fyrir þá sem geta og vilja kaupa eigið húsnæði eðlileg skilyrði til þess. Öll heimili eiga að búa við öryggi óháð búsetuformi“.

Einnig er vitnað í þessi orð; „Stefna um framtíðarskipan húsnæðismála hefur verið mótuð með vönduðum tillögum verkefnastjórnarinnar. Félags- og húsnæðismálaráðherra stefnir að því að leggja fram fjögur lagafrumvörp á þessu þingi sem miða af því að bæta skipan húsnæðismála til mikilla muna“.

Í tilkynningunni segir að í fjárlögum 2015, sem spanni heilar 510 blaðsíður, sé ekkert að finna um eyrnamerkt fjármagn til að hefja uppbyggingu á virkum leigumarkaði á Íslandi.

„Það er því ljóst að ríkisstjórnin ætlar sér að halda áfram með leigumarkaðinn í nefndum en ekki efndum, þrátt fyrir loforð um annað í stefnuræðu forsætisráðherrans,“ segir í tilkynningu samtakanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×