Viðskipti innlent

Kaldi hagnast um 27,4 milljónir

Ingvar Haraldsson skrifar
Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda, segir rekstur fyrirtækisins ganga vel.
Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda, segir rekstur fyrirtækisins ganga vel.
Bruggsmiðjan Kaldi hagnaðist um 27,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 39,6 milljón króna hagnað árið 2013.

Hagnaðurinn árið 2013 skýrist að stórum hluta af gengishagnaði á erlendu láni sem nam 27 milljónum króna.

Rekstarhagnaður Kalda nam 57,5 milljónum króna árið 2014 en 49,5 milljónum króna árið áður. „Það var aukning í sölu, sérstaklega í kútasölunni og það verður eins í ár,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda. Agnes segir að sala Kalda hafi aukist um 12 prósent milli ára.

Eignir Kalda nema 272 milljónum króna, skuldir 235 milljónum króna og eigið fé 36,6 milljónum króna. Handbært fé frá rekstri nam 40 milljónum króna í fyrra.

Agnes segir Kalda hafa stækkað og bætt við sig þremur nýjum fjögur þúsund lítra kútum á árinu. Því hafi afkastageta Bruggsmiðjunnar aukist úr 500 þúsund lítrum á ári í 650 þúsund lítra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×