Erlent

Kafarar komnir í ferjuna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Kafarar náðu í nótt að brjóta sér leið inn í suður-kóreska farþegaskipið Sewol sem sökk í Gulahafi síðastliðinn þriðjudag. Lík þrettán farþega fundust inni í ferjunni og fundust sex lík á floti nálægt slysstað.

Tala látinna hefur fjölgað hratt og hafa nú 52 fundist látnir. Búist er við að þessi tala muni fara hækkandi.

Um 250 farþega er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur maður finnist á lífi úr þessu.

Rúmlega 460 manns voru um borð í ferjunni þegar hún sökk og voru það aðallega menntaskólanemar og kennarar þeirra á leið í frí á eyjuna Jeju.

Foreldrar barnanna sem voru um borð þrýsta á björgunarmenn og stjórnvöld að efla leitina en saka yfirvöld einnig um seinagang í kjölfar slyssins. Vel yfir fimm hundruð kafarar taka þátt í leitinni, en leitaraðstæður hafa verið erfiðar, skyggnið lélegt og straumar sterkir.

Forseti Suður-Kóreu hefur ítrekað að leit muni halda áfram þangað til að allir farþegar ferjunnar eru fundnir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×