Körfubolti

Justin sýnir sporin tólf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Justin spilaði einungis 1. leikhlutann í Þorlákshöfn.
Justin spilaði einungis 1. leikhlutann í Þorlákshöfn. vísir/anton
Eins og fram kom á Vísi í gærkvöldi fékk Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, stóran skurð á hægri hendi eftir að hafa dottið á auglýsingaskilti í leik Stjörnunnar og Þórs í Þorlákshöfn.

Það fossblæddi úr Justin sem fór beinustu leið upp á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.

Tólf spor voru saumuð í handlegg Justins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Stjörnumaðurinn setti inn á Twitter í gær. Þar segir hann að gamli númer 12 hafi þurft 12 spor og það hlyti að koma að því eitthvað slíkt myndi gerast eftir öll skiptin sem hann hefur lent á auglýsingaskiltum í gegnum tíðina.

Síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir hjá Justin en í leik gegn Grindavík á föstudaginn sló hann stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi. Justin hefur nú gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild, einni meira en Jón Arnar Ingvarsson gaf á sínum tíma.

Þrátt fyrir að hafa spilað án Justins í þrjá leikhluta tókst Stjörnunni að vinna sterkan útisigur á Þórsurum, 87-94.

Justin fær góðan tíma til að jafna sig en næsti leikur Stjörnunnar er ekki fyrr en 17. febrúar þegar liðið tekur á móti Haukum í Ásgarði.


Tengdar fréttir

Næstu tvær stoðsendingar hjá Justin verða sögulegar

Stoðsendingamet Jóns Arnars Ingvarssonar fellur að öllum líkindum í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld þegar Stjörnumenn heimsækja Grindvíkinga í Röstina í Domino's-deild karla í körfubolta. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar stendur á tímamótum á tíunda tímabili sínu í úrvalsdeildinni.

Tólf spor saumuð í hendi Justins | Myndband

Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, fór upp á sjúkrahús í miðjum leik Þórs og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í Þorlákshöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×