Golf

Jón Jónsson var leynivopn Ólafíu og hann fór hjá sér: "Maður roðnar bara“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með lag á heilanum eftir Jón Jónsson.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með lag á heilanum eftir Jón Jónsson. vísir/pjetur/golf.is/seth
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk keppni á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í gær með miklum stæl en hún fór lokahringinn á tveimur höggum undir pari vallarins. Hún spilaði þrjá daga af fjórum undir pari og endaði á fimm höggum undir. Frábær frumraun.

Eftir slæman þriðja dag reif hún sig í gang í gær og kom sér aftur undir parið við nokkuð krefjandi aðstæður. Mikið rok var á Bahamaeyjum þar sem fyrsta LPGA-mót ársins fór fram en Ólafía er ýmsu vön frá því að spila á Íslandi.

Sjá einnig:Ólafía Þórunn fékk rúmlega 320 þúsund krónur í frumrauninni

Ólafía Þórunn sagði í viðtali við golf.is í gær frá leynivopni sínu á lokahringnum. Hún var með lag á heilanum allan hringinn sem hjálpaði henni að slaka á og halda einbeitingu.

„Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við golf.is eftir lokahringinn.

„Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott „sálfræðitrix“ hjá honum,“ sagði Ólafía Þórunn.

Hafnfirðingurinn Jón Jónsson er hæfileikaríkur maður en fyrir utan að vera einn ástsælasti tónlistarmaður landsins er hann einnig tvöfaldur Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deild karla í fótbolta

Hann, eins og allir aðrir, var að fylgjast með Ólafíu Þórunni í gær og endurtístaði tísti Golfsambandsins þar sem vitnað var í þessi orð hennar. Sjálfur sagði Jón Jónsson: „Maður roðnar bara.“ Gott að okkar besta fólk getur hjálpast að.


Tengdar fréttir

Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×