Viðskipti innlent

Jólatónleikar Baggalúts slá öll met

Sæunn Gísladóttir skrifar
Baggalútur á tónleikum.
Baggalútur á tónleikum. Ernir Eyjólfsson
Áætla má að Íslendingar hafi eytt samtals tæpum 118 milljónum króna í jólatónleika Baggalúts ef allir hafa greitt fullt verð. Garðar Þorsteinn Guðgeirsson, stjórnarformaður Baggalúts ehf staðfestir að 16 tónleikar muni fara fram og ekki verði bætt við fleirum. Hann segir þetta met ár. Þetta er í tíunda sinn sem Baggalútur heldur jólatónleika, en í fyrra fóru fram 13 tónleikar.

Það seljast um 920 miðar á hverja tónleika. „Það er pláss fyrir 948 í salnum, en það er í raun og veru aldrei setið í öllum sætum, þó að sé selt upp þá eru oft einhver stök sæti af því að fólk fer sjaldan eitt á tónleika, þannig að við seljum um 920 miða á hverja tónleika. Þeir hafa aukist ár frá ári. Eftirspurnin er alltaf fyrir hendi," segir Garðar.

Ef 920 miðar seldust á hverja tónleika á fullu verði sem er 7990 krónur, þá má áætla að tekjur af miðasölunni nemi 117,6 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×