Erlent

John Oliver: Læknadóp rót fíkniefnavanda Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
John Oliver helti sér yfir lyfjaframleiðendur í Bandaríkjunum í nýjasta þætti sínum af Last Week Tonight. Hann sagði rót þess fíkniefnavanda sem herjar nú á Bandaríkin, vera markaðssetningu lyfjafyrirtækja á verkjalyfjum sem unnin eru úr ópíum. 

Á árum áður voru læknar mótfallnir því að skrifa út lyfjaseðla fyrir slík lyf af ótta við að stofna til fíknar hjá sjúklingum þeirra. Með markaðssetningu og því að stýra umræðunni um verkjalyf hafa lyfjafyrirtæki snúið því viðhorfi.

Meðal þess sem John Oliver vísaði var fréttaskýringaþátturinn Opiod Wars – Fault Lines frá Al Jazeera. Þar var meðal annars rætt við hóp heróínfíkla í meðferð og voru þeir spurðir hve margir þeirra hefðu byrjað á lyfseðilsskyldum verkjalyfjum. Sjö af sjö réttu upp hönd. Síðan fóru þeir yfir í heróín þar sem það var mun ódýrara en lyf.

John Oliver fjallaði einnig um að fyrirtækið Purdue Pharma, sem framleiðir lyfið OxyContin, hefði gefið út myndbandið I Got My Life Back, þar sem fjallað var um sjö sjúklinga sem tóku lyfið gegn viðvarandi verkjum. Fyrirtækið hélt því einnig fram að einungis eitt prósent af þeim sem notuðu lyfið yrðu háðir því. Tveir af þeim sjö voru þó fíklar þegar þau dóu og minnst einn til viðbótar varð háður ópíumlyfjum.


Tengdar fréttir

„Mamma þín dó í gær“

Faðir tók upp á myndband þegar hann sagði syni sínum að móðir hans hefði dáið úr of stórum skammti fíkniefna.

Segir litaða vera óvininn

Ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum gaf í skyn að skjóta ætti þeldökka menn í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×