Jóhanna og Jónína á hinsegin hátíð í Litháen Þórdís Valsdóttir skrifar 8. júní 2016 06:00 Baltic Pride er sameiginleg hinseginhátið Eystrarsaltsríkjanna. Mynd/Augustas Didzgalvis. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016 Hinsegin Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir, taka þátt í Baltic Pride hátíðarhöldum í Litháen í næstu viku. Baltic Pride hátíðin er sameiginleg réttindahátíð hinsegin fólks í Eystrasaltsríkjunum og verður haldin í áttunda sinn í Vilníus, höfuðborg Litháens. Jóhanna og Jónína munu báðar halda ræðu á viðburðinum „Pride Voices“ þann 16. júní, þar sem þekktir einstaklingar úr alþjóðlegu hinsegin samfélagi deila reynslusögum sínum. „Í Litháen eru réttindi hinsegin fólks langt á eftir ykkar á Íslandi, það er enn tiltökumál að tala opinskátt um það að vera hinsegin,“ segir Vladimir Simonko, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.Jóhanna og Jónína taka þátt í Baltic Pride. Fréttablaðið/Anton BrinkÍ viðtali við skipuleggjendur hátíðarinnar segja Jóhanna og Jónína að þær séu upp með sér að hafa verið boðið að halda ræður á viðburðinum og að það sé mikil ánægja að vera lítill hluti af hátíðarhöldunum í ár. Vladimir segir að saga Jóhönnu og Jónínu sé hvetjandi fyrir hinsegin samfélag Litháens. Litháen er eitt af sjö löndum Evrópu sem viðurkenna ekkert form af sambúð eða samvistum samkynja einstaklinga. „Þingið okkar er ekki tilbúið til að stíga það stóra skref að heimila sambúð eða hjónaband samkynja pars. Saga þeirra er jákvæð og veitir okkur innblástur,“ segir Vladimir. Jóhanna og Jónína gengu í hjónaband árið 2010, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Eystrasaltsríkin halda upp á 25 ára sjálfstæði sitt í ár og Vladimir segir Litháa bera mikinn hlýhug til Íslendinga, en Ísland ruddi brautina að viðurkenningu á sjálfstæði ríkjanna þann 11. febrúar árið 1991. Auk Jóhönnu og Jónínu munu fleiri þekktir einstaklingar taka þátt í viðburðinum. Þar á meðal Ulrike Lunacek, varaforseti Evrópuþingsins, og Wamala Dennis Mawejje, aðgerðasinni í málefnum hinsegin fólks í Úganda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. júní 2016
Hinsegin Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent