Enski boltinn

Jóhann Berg þreytti frumraun sína með Burnley í sigri á Rangers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg lék sinn fyrsta leik í búningi Burnley í dag.
Jóhann Berg lék sinn fyrsta leik í búningi Burnley í dag. mynd/burnley
Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn fyrsta leik fyrir Burnley þegar liðið vann 1-3 sigur á skoska stórliðinu Rangers í vináttuleik.

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður fyrir Scott Arfield í hálfleik en þá var staðan 0-2.

Andre Gray skoraði öll þrjú mörk Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni.

Jóhann Berg hefur æft með Burnley frá því á mánudaginn í síðustu viku og þreytti í dag frumraun sína með liðinu.

Jóhann, sem var stoðsendingakóngur ensku B-deildarinnar á síðasta tímabili, skrifaði undir þriggja ára samning við Burnley. Hann kom til liðsins frá Charlton Athletic þar sem hann lék í tvö ár. Áður lék Jóhann Berg AZ Alkmaar í Belgíu og Breiðabliki hér á Íslandi.

Á föstudaginn mætir Burnley Real Sociedad í síðasta vináttuleik sínum áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst.

Í 1. umferð úrvalsdeildarinnar tekur Burnley á móti Swansea City sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með.


Tengdar fréttir

Jóhann Berg: Þetta var besti kosturinn

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var kynntur sem leikmaður Burnley í dag. Hann segist vera ánægður að vera kominn í ensku úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×