Enski boltinn

Jóhann Berg frá í um mánuð | Kósovó-leikurinn í hættu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jóhann Berg náði aðeins að spila í 20 mínútur gegn Lincoln.
Jóhann Berg náði aðeins að spila í 20 mínútur gegn Lincoln. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson leikur ekki með Burnley næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla. Vefsíðan 433.is greinir frá.

Jóhann Berg meiddist í leik Burnley og Lincoln City í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn og þurfti að fara af velli eftir 20 mínútur. Sem kunnugt er vann utandeildarlið Lincoln frækinn sigur í leiknum.

Jóhann Berg fór í myndatöku í dag og þar kom í ljós rifa á liðbandi í hné. Í samtali við 433.is segist Jóhann Berg stefna á að vera orðinn klár fyrir leikinn gegn Sunderland í ensku úrvalsdeildinni 18. mars.

Sex dögum síðar mætir Ísland og Kósovó í undankeppni HM og því er ekki ljóst hvort Jóhann Berg verði klár fyrir leikinn mikilvæga.

Þetta er í þriðja skipti sem Jóhann Berg meiðist eftir að hann kom til Burnley í sumar.

Landsliðsmaðurinn meiddist t.a.m. í leik gegn Manchester City 26. nóvember og var frá í mánuð.


Tengdar fréttir

Þó líði ár og öld er alltaf séns

Lincoln City varð um helgina fyrsta utandeildarliðið í 103 ár sem kemst í átta liða úrslit enska bikarsins og það í fyrsta sinn í 133 ára sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×