Viðskipti innlent

Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt fyrirtæki ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harald Líndal Pétursson, forstjóra Rönning, og Boga Þór Siguroddsson, stjórnarformann fyrirtækisins, ásamt Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanni VR, við afhendinguna í kvöld.
Harald Líndal Pétursson, forstjóra Rönning, og Boga Þór Siguroddsson, stjórnarformann fyrirtækisins, ásamt Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanni VR, við afhendinguna í kvöld.
Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2014 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR. Þetta er annað árið í röð sem þessi fyrirtæki eru efst á lista en það hefur aldrei gerst áður að sömu fyrirtæki vinni í öllum stærðarflokkum tvö ár í röð.

Johan Rönning var valið Fyrirtæki ársins í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu og er þetta þriðja árið í röð sem Rönning sigrar í þessum stærðarflokki.

Miracle er Fyrirtæki ársins í hópi fyrirtækja með 20 – 49 starfsmenn og Vinnuföt í hópi fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en tuttugu.

Þrjú fyrirtæki voru valin hástökkvarar ársins 2014, það eru Opin kerfi í hópi stórra fyrrtækja, Ísaga í hópi millistórra fyrirtækja og Kortaþjónustan í hópi lítilla fyrirtækja. Þessi þrjú fyrirtæki bættu sig mest á milli áranna 2013 og 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×