Erlent

Jöfnuðu heimili tveggja Palestínumanna við jörðu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hér sjást rústirnar sem ísraelski herinn skildi eftir sig.
Hér sjást rústirnar sem ísraelski herinn skildi eftir sig. Vísir/AFP
Ísraelskar öryggissveitir hafa eyðilagt heimili tveggja Palestínumanna, sem stóðu að banvænum árásum á Ísrael á síðasta ári, og lokað af öðru heimili.

Aðgerðirnar koma í kjölfar yfirlýsingar Benjamíns Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um harðar aðgerðir gegn Palestínumönnum vegna átaka undanfarinna vikna. Hann hefur að undanförnu sætt gagnrýni fyrir að taka ekki nógu hart á árásum Palestínumanna á Ísrael.

Klukkutímum áður en húsin voru jöfnuð við jörðu hafði farið fram mótmælafundur fyrir utan heimili Netanyahu, þar sem meintu aðgerðarleysi hans vegna árása á Ísrael var mótmælt. Þekkt andlit úr ísraelsku trúar- og stjórnmálalífi tóku þátt í mótmælunum; þar á meðal samflokksmenn hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×