Viðskipti innlent

Já lokar þjónustuveri í Reykjanesbæ

Samúel Karl Ólason skrifar
Já hefur ákveðið að loka þjónustuveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ frá og með 1. júní næstkomandi.
Já hefur ákveðið að loka þjónustuveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ frá og með 1. júní næstkomandi. Vísir/Getty
Stöðugildum þjónustufulltrúa hjá Já hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum, samhliða aukinni notkun á stafrænum miðlum fyrirtækisins, sem eru ókeypis fyrir notendur. Já hefur því ákveðið að loka þjónustuveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ frá og með 1. júní næstkomandi.

Stöðugildum mun því fækka um sex til sjö hjá fyrirtækinu, en á sama tíma hefur átt sér stað fjölgun á sérfræðistörfum í takt við breyttar áherslu notenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Þetta eru sársaukafullar aðgerðir, bæði að þurfa að fækka í starfsliðinu og ekki síður að loka þjónustuverinu í Reykjanesbæ. Þar höfum við haft öfluga starfsstöð og gott fólk.” segir Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri Já í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×