Íslenskir handboltadómarar á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar

 
Handbolti
23:16 04. MARS 2016
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson,
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, VÍSIR/STEFÁN

Íslenska handboltalandsliðinu tókst ekki að komast á ÓL í Ríó en dómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson halda uppi heiðri íslensks handbolta í Brasilíu í ágúst.

Anton Gylfi og Jónas fengu í kvöld boð þess efnis um að dæma á leikunum í kvöld og hafa þekkst boðið en þetta staðfestir Anton í samtali við mbl.is í kvöld.

Þetta verður aðeins í annað skiptið í sögunni sem Ísland á handboltadómara á Ólympíuleikum en mbl.is segir frá því að Stefán Arnarsson og Gunnar Viðarssyni hafi dæmt fyrstir á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004.

„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og íslenska handknattleiksómara um leið. Það liggur mikil vinna að baki þessum áraangri.  Að dæma á Ólympíuleikum er eitthvað sem við höfum stefnt að og fórnað mjög mörgu fyrir," sagði Anton í samtali við mbl.is í kvöld.

Þetta verður því afar viðburðarríkt ár fyrir þá Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson sem voru reknir heim af Heimsmeistaramóti kvenna í desember eftir mistök eftirlitsdómara leiksins.

IHF gerði engan greinarmun á milli og sendi alla starfsmenn leiksins heim. Eftirlitsdómarinn gerði mistök þegar hann taldi að  marklínutæknin sýndi að boltinn hafi ekki farið inn fyrir línuna og lét þá Anton og Gylfa dæma löglegt mark ógilt.

Boltinn var augljóslega langt inni í markinu. Leiknum lyktaði með jafntefli, 22-22, og höfðu þessi mistök því mikil áhrif.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Íslenskir handboltadómarar á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar
Fara efst